Fyrst: Ekki missa af djöflavarpi gærkvöldsins:
Næst: Watford.
Það hefðu líklega sum okkar spáð því að þegar kæmi að fimmta leik mótsins að þar myndu mætast lið annars vegar með fullt hús stiga og hins vegar helming þess. En að það væri Watford með tólf stig og United með sex held ég að enginn þori að segjast hafa haldið.
Fyrir tímabilið var Watford ekki spáð góðu gengi og ritstjórn RD plantaði þeim í þriðja neðsta sæti. Watford átti þrjá fyrstu leiki sína gegn Brighton, Burnley og Crystal Palace og komst á góðan skrið með að vinna þá alla. Síðan spáðu flest að þetta góða gengi myndi enda þegar kom að leik við Tottenham Hotspur en öllum á óvörum unnu Watford þann leik líka, þrátt fyrir að hafa lent undir, 1-0.