Áhorfendum á Old Trafford þótti það viðeigandi að baula á leikmenn United eftir markalaust jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Frammistaðan gegn Palace, sem situr í 15 sæti í deildinni og hefur ekki unnið leik síðan í september, var slík að United ætti að prísa sig sæla að hafa fengið eitt stig í dag því þessi leikur hefði hæglega getað tapast. Við getum þakkað leikmönnum Crystal Palace fyrir þeirra klúður fyrir framan markið og David de Gea, sem tóka eina góða vörslu frá þeim í seinni hálfleik.
Enska úrvalsdeildin
Crystal Palace kemur í heimsókn
Landsleikjahlé að baki og svo langt síðan United lék síðast að það er næstum auðvelt að gleyma því hvernig sá leikur fór og gegn hverjum. En á morgun hefst þetta aftur og þrátt fyrir slæmt tap gegn City hafa flestar fréttir af United ílandsleikjaglugganum verið jákvæðar. Talað er um að stemmingin í hópnum sé ólíkt betri en hún var, Martial er kátari (en enn nokkuð fjarri því að skrifa undir nýjan samning og Chris Smalling fær nýjan samning upp á 120 þúsund pund á viku (það er valkvætt að fagna þessu síðastnefnda)
Manchester City 3:1 Manchester United
Í dag mættust stórliðin úr Manchesterborg í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni á Etihad vellinum í ljómandi fínu veðri. United var án Paul Pogba auk þess sem Alexis Sanchez og Romelu Lukaku byrjuðu báðir á bekknum eftir nýafstaðin meiðsl. Framlínan okkar var því Anthony Martial á vinstri kantinum og Jesse Lingard á þeim hægri með Marcus Rashford fremstan.
City menn byrjuðu leikinn af kraftinn og gáfu gestunum ekki nein grið og er varla hægt að segja að United menn hafi snert boltann, svo mikil var einstefnan og áræðnin hjá heimamönnum. Sú vinnusemi skilaði sér strax á 12. mínútu þegar David Silva kom boltanum á Sterling sem átti frábæra fyrirgjöf yfir á fjærstöngina þar sem Bernardo Silva lúrði og náði að senda boltann fyrir markið þar sem nafni hans frá Spáni fékk opið marktækifæri og hamraði boltann í netið fram hjá de Gea.
Bráttan um Manchesterborg hefst á morgun
Á morgun fer fram fyrri orrustan um Manchesterborg en þá taka borgararnir í Manchester City á móti rauðu djöflunum í sannkölluðum nágrannastórslag á Etihad vellinum. Síðast þegar liðin mættust á þessum velli í deildinni var boðið upp á fótboltaveislu sem vert er að rifja upp en heimamenn í City komust í 2-0 á fyrsta hálftímanum með mörkum frá Vincent Kompany og Iker Gündogan og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Bournemouth 1:2 Manchester United
Marcus Rashford kom Manchester United til bjargar í dag með sigurmarki sínu í uppbótartíma er okkar menn heimsóttu Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir afleitan fyrri hálfleik var lið United margt um betra í þeim síðari og að lokum náðust stigin þrjú, sætt.
Varamenn: Romero, Darmian, Jones, McTominay, Herrera, Lingard, Rashford.
Þetta fór heldur betur illa af stað gegn spútnik liði Eddie Howe sem situr í 6. deildarinnar og var búið að vinna síðustu þrjá leiki sína í öllum keppnum. Heimamenn spiluðu þunglamalegt lið United sundur og saman og snemma leiks uppskáru þeir verðskuldað mark, Callum Wilson gerði það á 11. mínútu eftir fyrirgjöf frá Junior Stanislas.