Fyrir leikinn í dag var Sir Alex Ferguson mættur á hliðarlínuna til að gefa Arsène Wenger kveðjugjöf og virðingarvott frá Manchester United. Fallegt að sjá það. Það var eitthvað við það að sjá þrjá bestu knattspyrnustjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar stilla sér upp saman, brosa og skiptast á léttu spjalli. Það hefur nú ekki alltaf verið svona létt á milli þessara þriggja stjóra.
Enska úrvalsdeildin
Kveðjuheimsókn Wenger
Manchester United getur enn klúðrað Meistaradeildarsætinu, ef liðið gerir í mesta lagi 1 jafntefli, tapar öðrum leikjum og Chelsea vinnur alla sína leiki. Það er aðeins léttara fyrir liðið að klúðra 2. sætinu, þá er nóg að tapa 2 leikjum af 4, ef Liverpool eða Tottenham vinnur rest.
United er þó í góðri stöðu hvað báðar þessar baráttur snertir, með þetta allt í sínum höndum og meira að segja gott svigrúm líka. Það er mjög gott.
Undanúrslit í bikarnum: Tottenham á Wembley!
Undanúrslit ensku bikarkeppninnar hafa verið á hlutlausum velli frá því að bikarkeppninn hóf göngu sína árið 1873 en á morgun verður breyting þar á. Þegar nýi Wembley opnaði 2008 var ákveðið að til að auka tekjur af þessu nýja mannvirki myndu allir undanúrslitaleikir bikarsins fara fram þar. Þetta er að sjálfsögðu mjög skemmtilegt fyrir stuðningsmenn norðanliðanna sem þurfa nú að treysta að seinkaðar lestir til að komast heim samdægurs, sér í lagi þegar leikir eru færði til síðla eftirmiðdags. í stað þess að fara fram á velli nálægt ef bæði lið voru að norðan, nú eða í Miðlöndunum ef Lundúnalið og norðanlið kepptu. En fram að þessu hefur þó Wembley að minnsta kosti verið hlutlaus völlur en á morgun verður breyting þar á. Tottenham hefur eins og öll vita leikið á Wembley í vetur meðan nýi White Hart Lane er kláraður og leikur því á heimavelli. Sá verður þó munur á að þar sem Manchester United dróst sem „heimalið“ þurfa Spurs að skipta um búningsklefa og varamannabekk. Síðan er auðvitað jöfn skipting stuðningsmanna í stúkunum, þannig að vissulega er þetta ekki fullkominn heimaleikur þeirra
Bournemouth 0:2 Manchester United
Eftir slaka frammistöðu gegn WBA um síðustu helgi var nauðsynlegt að liðið sýndi meiri lit fyrir erfiðan bikarleik gegn Tottenham um næstu helgi. Töluvert var um breytingar í liðinu, bæði til að hvíla menn en eins til að sjá hvort aðrir leikmenn myndu stíga upp og mögulega næla sér í byrjunarliðssæti gegn Tottenham á laugardag.
Byrjunarliðið í kvöld var þannig skipað:
Heimsókn til Bournemouth
Núna er annað hvort einn eða tveir fótboltaleikir eftir hjá Manchester United á þessu tímabili sem skipta nokkru máli. Það er annars vegar bikarleikurinn gegn Tottenham á laugardaginn og svo kannski úrslitaleikur bikarsins í maí.
Vissulega á Manchester United enn eftir 5 leiki í deildinni en þeir skipta harla litlu máli úr þessu, allavega fyrir það sem verið er að keppa um. United getur tapað einum leik án þess að missa 2. sætið og það þarf þrjú töp áður en liðið þarf að byrja að stressa sig eitthvað á að missa af Meistaradeildarsæti.