Manchester City er Englandsmeistari. Eftir ævintýralega endurkomu gegn einmitt þeim, sem jafnframt slóg fagnaðarlátum þeirra á frest, um síðustu helgi virtist það alveg ljóst að leikmenn United ætluðu að selja sig dýrt í baráttunni um 2. sætið. Það var því nokkuð létt yfir okkur í dag er botnlið West Brom kom í heimsókn.
Við héldum að liðið kæmi með sjálfstraust inn í leikinn og myndi sækja töluvert á lið West Brom, sem hafði ekki unnið útileik í síðustu 15 tilraunum. Með sigri yrði annað skref tekið í átt að öðru sæti og með tapi yrði Englandsmeistaratitillinn endanlega City-manna. Með þetta í húfi gegn lakasta liði deildarinnar, hljótum við að vinna, jafnvel stórt… Úps.