Næstkomandi föstudag geta United-stuðningsmenn tekið gleði sína á ný en þá hefst nýtt tímabil í ensku Úrvalsdeildinni með viðureign Manchester United og Leicester City. Leikurinn fer fram á Old Trafford kl. 19:00 að íslenskum tíma og samkvæmt veðurspám má búast við kjöraðstæðum til fótboltaiðkunar í Manchester á föstudaginn. Leikmenn United hafa verið að tínast á æfingasvæðið á síðustu dögum enda sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn stutt frá lokadegi heimsmeistaramóts að fyrstu umferð í enska boltanum. Við fórum aðeins yfir stöðuna hjá okkar mönnum frá HM-lokum og gerðum upp sumargluggann í síðasta djöflavarpinu en hann lokar í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort United nái að auka við breiddina í hópnum á síðustu klukkustundum gluggans.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 1:0 Watford
Þetta var 1000. leikur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. 500. úrvalsdeildarleikurinn á Old Trafford. Kveðjuleikur Michael Carrick og alveg mögulega kveðjuleikur fleiri leikmanna liðsins. Einn þeirra var þó óvænt fjarverandi. Anthony Martial átti að spila þennan leik, samkvæmt því sem Mourinho sagði eftir West Ham leikinn á fimmtudaginn. Svo varð þó ekki, fyrir leik bárust fréttir af því að Martial hefði mætt á svæðið og keyrt svo í burtu, væri ekki í hópnum. Það kveikti strax alls konar sögur, hvort sem það var að Martial hafi farið í fússi og ósætti við Mourinho, að ólétt kærastan hans væri á leið í fæðingu eða mögulega að hann væri meiddur. Það kom svo seinna í ljós að hann hafði meiðst á æfingu daginn fyrir leik.
Watford kemur í heimsókn í lokaleik deildarinnar
Það hefur oft verið meira undir í lokaleik deildarinnar en er núna. Raunar er þetta einhver minnst spennandi lokaumferð í ensku úrvalsdeildinni í langan tíma, það er allt svo gott sem ráðið og bara langsóttir möguleikar á hreyfingu hvað síðasta fallsætið og 4. sæti deildarinnar snertir.
Manchester United er búið að tryggja 2. sætið, það var eiginlega aldrei í neinni alvöru hættu. Þessi leikur verður því notaður til að kveðja einn af okkar betri leikmönnum síðustu ár. Michael Carrick, fyrirliði liðsins, mun byrja þennan leik og hann mun fá heiðursskiptingu. Og það er svo sannarlega gott tilefni til að fagna.
West Ham United 0 : 0 Manchester United
Í gærkvöldi bárust þær fréttir að Sir Alex Ferguson væri kominn af gjörgæslu. Gleðifregnir fyrir alla knattspyrnuunnendur en fjölskylda hans óskar þó enn eftir því að hann fái frið á meðan endurhæfingu stendur til að ná sér að fullu.
https://twitter.com/ManUtd/status/994285488923176960
En að leik dagsins sem var markalaus og frekar tíðindalítill. José Mourinho kom öllum á óvart þegar hann stillti upp í 3-5-2 leikkerfi með þá Alexis Sanchez og Jesse Lingard fremsta á meðan bæði Anthony Martial og Marcus Rashford sátu á varamannbekknum. Liðið var eftirfarandi:
West Ham á morgun
Síðasti útileikur tímabilsins er á morgun þegar United fer í fyrsta skipti á London Stadium og heimsækir West Ham á nýjan heimavöll þeirra, Ólympíuleikvanginn í London. Þar tekur á móti þeim kunnuglegt andlit, David Moyes er búinn að bjarga West Ham frá falli eftir að hafa tekið við þeim í erfiðri stöðu í nóvember.
Það má búast við frekar sviplitlum leik ef eitthvað er að marka undanfarna leiki hjá United. West Ham er búið að bjarga sér frá falli en United þarf 1 stig til að tryggja annað sætið. Allir leikmenn United utan Romelu Lukaku eru heilir, þó gæti verið að Alexis Sánches og Antonio Valencia séu en frá eftir að hafa misst af leiknum gegn Brighton. Eina spurningin er hvernig Mourinho hvílir, enda síðasti deildarleikurinn á sunnudaginn og svo bikarúrslit eftir viku. Það er því erfitt að spá liðinu, nema auðvitað Nemanja Matic byrjar auðvitað. Að öðru leyti ætla ég hreinlega ekkert að vera að spá liðinu, en það verður fróðlegt að sjá það eftir að José gagnrýndi liðið, að nokkru leyti undir rós eftir þessa hörmulegu frammistöðu gegn Brighton. Það eru enn nokkur sæti laus í byrjunarliðinu gegn Chelsea á Wembley, en það lítur meira og meira út eins og þau fari til leikmanna sem sjálfkrafa fái þau, ekki eru jaðarleikmennirnir sem hafa fengið tækifæri undanfarið að stimpla sig inn. Eina sem mér finnst spennandi núna er hvort Bailly fái tækifærið eða hvort áfram verið haldið að spila með leikmenn sem eru á leiðinni á HM.