Manchester United lagði Huddersfield Town með tveimur mörkum gegn engu. Það var risa yfirlýsing hjá Mourinho að byrja þennan leik með Paul Pogba á varamannabekknum eftir skelfilega frammistöðu hans gegn Tottenham í miðri viku. Það var ekki eina breytingin sem gerð var á liðinu en Marcus Rojo og Luke Shaw fóru í vörnina í stað þeirra Ashley Young og Phil Jones en sá síðarnefndi var ekki einu sinni í hóp frekar en Ander Herrera. Eins og kom fram þá var Pogba settur á bekkinn en hinn ungi og efnilega Scott McTominay fékk sénsinn en hann er einn af þessum efnilegu strákum sem Mourinho hefur verið að gefa tækifæri í vetur.
Enska úrvalsdeildin
Huddersfield kemur í heimsókn
Eftir fína byrjun í janúarmánuði kom brotlendingin gegn Tottenham. Sá leikur sýndi nákvæmlega hvaða veikleika þetta lið hefur og er núna augljóst hvers vegna United er á eftir miðverði og miðjumanni. Þessi leikur var ákveðið „reality check“ en liðið var gjörsamlega yfirspilað og hefði alveg getað tapað með mun meiri mun og það hefði alls ekki verið ósanngjarnt. Liðið varð fyrir blóðtöku í þessum leik en Marouane Fellaini sem kom inná sem varamaður fór fljótlega meiddur af velli og verður frá í allt að tvo mánuði.
Tottenham Hotspur 2:0 Manchester United
Enn og aftur brennir maður sig á því að vera spenntur fyrir byrjunarliði fyrir leik en Tottenham voru ekki lengi að kippa manni niður á jörðina. Eftir að hafa haldið hreinu í sex leikjum í röð þá tók það Tottenham aðeins 11 sekúndur að koma knettinum í netið. Tottenham virtust njóta þess að spila fyrir framan flesta áhorfendur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á meðan leikmenn Manchester United virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara.
Heimsókn á Wembley
…
“Lads it’s Tottenham” ⚽️ pic.twitter.com/85Qq79TmIJ
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) October 28, 2017
Á morgun, klukkan 20:00, fer José Mourinho með drengina sína, og okkar, í heimsókn á Wembley þar sem þeir munu mæta Harry Kane-liðinu eða Tottenham Hotspur eins og þeir kallast víst í daglegu tali. Að öllu gamni slepptu þá er þetta risa stór leikur og gæti hann haft mikil áhrif á komandi vikur hjá báðum liðum.
Burnley 0:1 Manchester United
Manchester United spyrnti sér aðeins frá Chelsea og Liverpool með sigri á Burnley í dag, þökk sé Anthony Martial sem skoraði eina mark leiksins. Þetta var nokkuð bragðdauft hjá okkar mönnum sem áttu aðeins tvö skot á markið en Martial nýtti annað þeirra áður en Jóhann Berg Guðmundsson þrumaði boltanum í þverslánna úr aukaspyrnu! Burnley reyndu og reyndu í lokin en án árangurs og fjórði sigurinn í fjórum leikjum árið 2018 orðinn að raun.