Það hefur oft áður verið betri stemming fyrir derbyleik Manchester United og Manchester City en leiknum sem fram fer á Etihad kl 16:30 á morgun. Það er aðeins ein spurning sem liggur fyrir: Mun Manchester City tryggja sér Englandsmeistaratitilinn? Til þess þarf City sigur, en annað nægir til þess að leikmenn United þurfa ekki að horfa á fögnuð leikmanna og stuðningsmanna. Einhver kynni að segja að það væri fínt spark í rassinn fyrir leikmenn og þjálfara United að horfa upp á slíkt, en fyrir geðheilsu United stuðningsfólks og almannaöryggi á vellinum er það án efa ekki góð hugmynd.
Enska úrvalsdeildin
Loksins loksins var farið á leik á Old Trafford – Ferðasaga
Fyrir páskahelgina sem var að enda þá hafði undirritaður aðeins séð Manchester United spila einu sinni og var það í Lundúnum er liðið vann Fulham 1-0 þökk sé marki Wayne Rooney eftir stórbrotnar markvörslur David De Gea. Einnig hafði hann aðeins einu sinni komið á Old Trafford en það var í skoðunarferð sumarið 2005. Því var breytt um páskana 2018.
Leiðin á Old Trafford
Það var eflaust í september á síðasta ári þegar einn af ritsjórum síðunnar ákvað ásamt þremur félögum sínum að nú loksins væri kominn tími til að sjá Manchester United spila á Old Trafford. Eflaust hefðum við farið fyrr í vetur en undirritaður ásamt einum af félögunum ákváðu að reyna finna helgi þar sem þeir gætu séð sín lið í neðri deildunum á Englandi spila líka. Þannig var það ákveðið að páskahelgin 2018 yrði yrði fyrir valinu. Stefnt var að því að sjá Peterborough United heimsækja Rotherham United á föstudeginum langa, á laugardeginum var förinni heitið í Leikhús Draumanna að sjá heimamenn etja kappi við Swansea City og að lokum var farið til Lundúna að sjá Dagenham&Redbridge keppa við lið sem ég einfaldlega man ekki hvað heitir.
Manchester United 2:0 Swansea
Páskarnir. Engin upphitun og síðbúin leikskýrsla en það verður að hafa það, leikurinn vannst allavega.
José Mourinho hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið, svo mikinn í raun að allir hættu að tala um frammistöðu leikmanna Manchester United í nokkrar vikur en í dag snerum við okkur aftur að fótboltanum, loksins.
Varamenn: Bailly, Martial, Rashford, Herrera, Shaw, McTominay, Castro Pereira.
Manchester United 2:1 Liverpool
Fréttir um að Paul Pogba yrði líklega ekki með bárust í gærkvöld og í morgun var það staðfest. Óstaðfest var að hann hefði skorist á fæti á æfingu í gær. McTominay var treyst fyrir tveggja manna miðju með Matic og Marcus Rashford kom inn á vinstri kantinn.
Hjá Liverpool var fátt sem kom á óvart, nema helst að James Milner var í liðinu frekar en fyrirliðinn Jordan Henderson.
Liverpool á morgun – Orrustan um Ísland enn á ný
Upp úr níu á mánudagskvöldið var ég alvarlega að velta því fyrir mér að borga einhverjum meðritstjóra fyrir að taka að sér leikinn sem framundan er. Að hita upp fyrir og skrifa um leik gegn Liverpool þegar United var að tapa 2-0 fyrir Crystal Palace var allt í einu versta tilhugsun sem til var.
En eins og við vitum sneri United taflinu verulega við og 3-2 sigur varð staðreynd og United er nú aftur komið í annað sætið, tveimur stigum á undan Liverpool. Andy Mitten skrifaði ágæta grein um þessar geðsveiflur sem hafa verið í gangi hjá stuðningsmönnum United í vetur.