Á morgun heimsækjum við Burnley í fjórða leik ársins en 2018 hefur farið vel af stað hjá okkar mönnum. Eftir afar erfiða jólatörn hefur liðið unnið alla þrjá leiki sína á nýju ári án þess að fá á sig mark og vonandi heldur það fína gengi áfram á morgun þegar við heimsækjum Jóhann Berg og félaga á Turf Moor. Það hefur reynst mörgum United mönnum erfitt að huga að leiknum undanfarna daga enda aðalfrétt vikunnar yfirvofandi félagsskipti Alexis Sanchez frá Arsenal. Jose Mourinho talaði stuttlega um kaupin, þar sem Henrikh Mkhitaryan fer í hina áttina, á blaðamannafundi sínum í dag og staðfesti að ekki er búið að ganga frá neinu en að skiptin séu vissulega í vinnslu. Við gleymum því Sílemanninum í bili og hugum að því sem skiptir máli, leiknum sjálfum.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 3:0 Stoke
Manchester United heldur áfram á sigurbraut á nýju ári, eftir öruggan útisigur á Everton í deildinni og bikarsigur gegn Derby tók United á móti Stoke á Old Trafford í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri á frekar döpru liði gestanna. Leikurinn var jafnframt síðasta viðureignin í 23. umferð Úrvalsdeildarinnar en með sigrinum náði United að rjúfa 50 stiga múrinn og slíta sig frá Chelsea og Liverpool sem eru með 47 stig. Skyldusigur myndu eflaust einhverjir segja en ef litið er til síðustu fimm leikja sem Mourinho hefur mætt Stoke þá enduðu þeir allir með jafntefli og því ánægjulegt að rjúfa hefðina með öruggum sigri á „lélegasta“ liði deildarinnar.
Stoke án stjóra kemur í heimsókn
Næstu mótherjar okkar verða Stoke en þeir sækja United heim í síðari deildarviðureign liðanna á mánudagskvöld klukkan átta. Fyrri leikurinn sem fór fram á bet365 vellinum endaði með 2-2 jafntefli þar sem Eric Maxim Choupo-Moting átti frábæran dag og sá til þess að United tapaði sínum fyrstu stigum í deildinni. Þessi leikur ásamt sterkum 1-0 sigri á Arsenal í annarri umferð virðast vera einu ljósu punktarnir á yfirstandandi leiktíð enda fór gengi liðsins snarlega versnandi og að lokum var Mark Hughes látinn taka pokann sinn eftir tæp fimm ár sem knattspyrnustjóri Stoke. Sparkið fékk hann eftir 2-1 ósigur gegn d-deildarliðinu Coventry City í FA bikarnum í síðustu viku sem var mikill skellur fyrir Stoke.
Everton 0:2 Manchester United
Það voru erfiðar aðstæður í Liverpool, rigning og rok og leikurinn var lengi vel ekki mikið fyrir augað.
United var án Lukaku og stillti upp í 4-3-3.
Varamenn: Romero, Blind (87′), Darmian, Smalling, Tuanzebe(92′), Mkhitaryan, Rashford (78′)
Gylfi Sigurðsson var á bekknum hjá Everton en fékk ekki tækifæri.
United komst lítt áfram gegn Everton í byrjun og hápressa þeirra síðarnefndu virkaði vel. Pogba spilaði vinstra megin á miðjunni og kom vel fram til að styða fremstu þrjá. Hann hafði samt ekki erindi sem erfiði þegar hann átti góða rispu inn í teig og gaf svo út, Herrera steig yfir boltann viljandi en það var enginn United maður til að klára.
Nýtt ár, ný byrjun? Everton á nýársdag
Vonbrigði jólanna héldu áfram í gær og innan við 48 tímum eftir að United menn gengu af velli með eitt lélegt stig gegn Southampton í höndum þurfa þeir að fara til Liverpool og taka á móti Everton.
Everton byrjaði leiktíðina auðvitað hrottalega illa og Ronald Koeman missti starfið og við tók stóri Sámur Allardyce og hann hefur hrist upp í liðinu svo um munar og komið því upp í miðja deild. Frá því Allardyce tók við hefur liði tapað tveimur leikjum, öðrum þeirra reyndar í gær þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Bournemouth. Kannske má vona að ferðin frá suðurströndinni þreyti Everton aðeins. Þar á undan gerði liðið tvö núll núll jafntefli, við Chelsea á Goodison og West Bromwich úti, þannig að aðeins hefur hægt á velgegninni sem Allardyce kom með, og markaskoruninni hjá Wayne Rooney. Rooney kom inná í gær þannig það má búast við honum í byrjunarliði á morgun. Ross Barkley er sagður nálægt því að koma aftur eftir meiðsli en Maarten Stekelenburg, Leighton Baines, Seamus Coleman og Ramiro Funes Mori eru allir meiddir.