Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag. Þessi leikur var skelfilega leikinn af United. Southampton voru bara skítsæmulegum framherja frá því að vinna þennan leik. Henrikh Mkhitaryan var algjörlega hörmulegur í dag og virtist alltaf taka röngu ákvörðunina. Hann gerði það svo oft að það hlýtur að hafa verið meðvitað. Það markverðasta sem gerðist hjá Manchester United í öllum leiknum var þegar bera þurfti Romelu Lukaku af velli eftir hann virtist rotast eftir samstuð við leikmann Southampton og missir amk af næstu 2 leikjum. Hin sorglega staðreynd að David de Gea sé langbesti leikmaður United á vellinum trekk í trekk er ekkert nema áhyggjuefni. Klúbbur af þessari stærðargráðu á ekki að þurfa að stóla á markvörðinn sinn einfaldlega til að forðast niðurlægjandi úrslit. Vörnin var frekar virkaði ekkert alltof stabíl og ef Shane Long væri betri leikmaður þá hefði hann refsað í dag í staðinn fyrir að láta De Gea sjá alltaf við sér.
Enska úrvalsdeildin
United fær Southampton í heimsókn
Eftir hreint útsagt ömurlega törn þar sem liðið var slegið út úr Carabao-bikarnum og kæruleysislega leikna viðureignir gegn Leicester og Burnley í úrvalsdeildinni er komið að heimsókn frá Southampton. Gestirnir hafa langt frá því verið að brillera í vetur og sitja í 14.sæti deildarinnar og aðeins 3 stigum frá fallsæti. Nokkuð öruggt er að hin rándýrir Virgil van Dijk verði utan hóps enda er hann aðeins 2,5 degi frá þvi að verða leikmaður Liverpool. Annar leikmaður sem verður pottþétt ekki með er framherjinn Charlie Austin en hann er að afplána 3 leikja bann ásamt því að glíma við meiðsli. Þá er hægri bakvörðurinn Cedric Soares fjarri góðu gamni og svo er landsliðsmaðurinn Ryan Bertrand spurningarmerki.
United 2:2 Burnley
Annar í jólum hefur vanalega reynst Manchester United mjög vel en sú varð ekki raunin í dag, a.m.k. ekki framan af. Leikurinn fór af stað með miklum látum og strax á fyrstu mínútu fékk Marcos Rojo gult spjald fyrir að setja höndina fyrir Arfield. Þetta þýðir að hann er kominn með fimm gul spjöld síðan hann snéri aftur á völlinn 28. nóv. s.l. eftir meiðsl og verður í leikbanni í næsta leik.
Burnley snýr aftur á Old Trafford
Þá er röðin komin að því að bjóða Sean Dyche og lærlinga hans í Burnley í heimsókn á Old Trafford á annan í jólum en þá fara fram átta leikir í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að bæði lið séu að sleikja sárin eftir síðustu leiki. United datt út á móti Bristol City í deildarbikarnum fyrir viku síðan og tapaði dýrmætum stigum á afar grátlegan hátt á móti 10 leikmönnum Leicester á Þorláksmessu.
Leicester City 2:2 Manchester United
Það má færa rök fyrir því að leikmenn Manchester United hafi verið í jólaskapi í kvöld en þeir svo gott sem gáfu Leicester City stig. Lokatölur 2-2 í leik sem United hefði átt að vinna örugglega. Eftir nokkra leiki í röð þar sem sóknarleikur United hefur ekki verið upp á marga fiska þá var liðið mjög sprækt í kvöld, í raun það sprækt að það hefði eins og áður sagði átt að vinna þennan leik nokkuð örugglega.