Þetta er var bara andskoti léleg frammistaða hjá okkur mönnum í dag. Liðið var hægt, fyrirsjáanlegt og ógnaði marki Huddersfield aldrei að neinu viti. Leikmenn Huddersfield voru að berjast virkilega vel í leiknum og átti alveg skilið að vinna þennan leik. Það má deila um hvort að United hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum eftir að það virtist sem að Kachunga hefði brotið á Herra inni í teig. United lifnaði aðeins við undir lok leiksins þegar Lukaku lagði upp mark fyrir Rashford en það reyndist einfaldlega of lítið og of seint.
Enska úrvalsdeildin
Heimsókn til Huddersfield
Góðu fréttirnar eru þær að Manchester United hefur ekki tapað gegn Huddersfield Town síðan í mars árið 1952. Manchester United hefur haft töluverða yfirburði í síðustu viðureignum félaganna. En það er líklega ágætt að hafa það í huga að síðast þegar liðin mættust þá skoraði George Best fyrir Manchester United. Það er, með öðrum orðum, kominn töluverður tími frá því þessi lið mættust síðast á fótboltavellinum.
Djöfullegt lesefni 2017:07
Ýmislegt um liðið og leiki
Telegraph skrifaði um hvernig United er aftur komið í gírinn að skora allt fram á síðustu mínútu.
Skemmtileg taktísk greining á leik Manchester United gegn Everton.
Er breiddin í núverandi leikmannahópi United nægilega mikil var spurt eftir leikinn í deildarbikarnum og Jonathan Wilson spyr hvort þetta United lið sé meistarakandídat.
Sparkspekingar og knattspyrnustjórar eru ekki sammála um hvort það sé auðveldara eða erfiðara fyrir framherja að skora mörk þessa dagana. Michael Cox greindi það aðeins nánar.
Liverpool 0:0 Manchester United
Meiðsli settu svip sinn á liðið, vitað var að Pogba, Fellaini og Carrick væru meiddir og Phil Jones tæpur. Þegar liðið var svo birt kom í ljós að Eric Bailly hafði meiðst í landsleikjahléinu og að Marcus Rashford hefði líka eitthvað hnjaskast. Fyrir leikinn voru vangaveltur um að þetta væri 3-4-2-1 en Mourinho valdi að setja Ashley Young í hægri kant og nota Darmian í vinstri bakvarðarstöðuna
Liverpool á Anfield í laugardagshádeginu
Nú er komið að því. Þetta er búið að vera svo auðvelt að það er ekkert er að marka að United situr í öðru sæti deildannar á markatölu, og hefur bara gert eitt jafntefli í sjö leikjum. Það er ekkert að marka það að í sömu sjö leikjum í fyrra gerði United fjögur jafntefli, flest með herkjum, og það er ekkert að marka að í þessum sjö leikjum hefur liðið skorað 21 mark. Það er bara ekkert að marka allt þetta, vegna þess að Liverpool leikurinn á laugardaginn kl 11:30 skiptir miklu meira máli en allt þetta.