Það eru tvær vikur síðan einn af uppáhaldsfótboltaskríbentum ritstjórnar, Íslandsvinurinn Jonathan Wilson skrifaði grein fyrir grannaslag Arsenal og Tottenham sem fékk yfirskriftina „The gulf between Arsenal and Tottenham is big – and it is getting bigger“. Það er ekki hægt að segja að þessi fyrirsögn hafi elst vel. Arsenal vann Tottenham og Spurs hefur gengið illa og er nú í 7. sæti en Arsenal hefur gengið jafn vel og rústaði nú síðast Huddersfield á miðvikdaginn, 5-0.
Enska úrvalsdeildin
Watford 2:4 Manchester United
Manchester United átti leik á þriðjudegi á meðan flest hin liðin í efstu sætunum spiluðu daginn eftir. Liðið nýtti það tækifæri vel til að næla í mjög góð 3 stig á erfiðum útivelli. Frammistaðan var heilt yfir góð og að flestu leyti það sem þurfti á þessum tímapunkti.
Fyrir leikinn kom í ljós að Fellaini hafði endað síðasta leik haltrandi af ástæðu, hann missti af þessum leik vegna meiðsla. Mkhitaryan var heldur ekki í hópnum en fyrir því lá hins vegar ekki eins góð ástæða og fyrir fjarveru Fellaini. Byrjunarlið Manchester United í þessum leik var hins vegar svona:
Útileikur gegn Watford á þriðjudagskvöldi
Desember er rétt handan við hornið, með sínu gífurlega leikjaálagi fyrir ensk knattspyrnulið. Sérstaklega þau sem enn eru í deildarbikarnum og taka auk þess þátt í Evrópukeppni. Manchester United er auðvitað eitt þeirra, liðið hefur verið að spila 2 leiki í viku flestar vikur að undanförnu, nema rétt þegar landsleikjahlé hafa truflað það. Það er engin breyting á því þessa vikuna nema í þetta skiptið er það hvorki Meistaradeild Evrópu né deildarbikarinn sem á þennan þriðjudagsleik heldur úrvalsdeildin, fyrsti deildarleikur tímabilsins í miðri viku (en þó stutt í þann næsta).
Manchester United 1:0 Brighton and Hove Albion
Það var blautur og vindasamur dagur í Manchesterborg í dag þegar nýliðar Brighton mættu á Old Trafford í fyrsta sinn í 24 ár. Bæði lið stilltu upp lítið breyttu liði frá síðustu helgi og greinilegt að Mourinho ætlaði sér að blása til sóknar. Mourinho stillti sem fyrr upp sókndjörfu liði sem virtist geta boðið upp á hreint út sagt magnaða skemmtun. Sú varð ekki raunin.
Brighton á Trafford í fyrsta skiptið í 24 ár.
Chris Hughton og hans menn í Brighton and Hove Albion mæta til okkar í Manchester á morgun kl 15:00 og eftir súra ferð til Sviss í meistaradeildinni er ekki ólíklegt að José Mourinho krefjist þess af okkar mönnum að þeir skili þremur stigum heim í búið. Reyndar fór liðið vel af stað eftir nýafstaðið landsleikjahlé en taka verður mið af mótherjunum sem verður að segjast eins og er að voru ekki þeir sterkustu sem við munum mæta á tímabilinu. Leikurinn gegn Basel kom stuðningsmönnum hressilega niður á jörðina aftur en liðið mátti teljast ansi óheppið að vera ekki búið að skora í fyrri hálfleik og hundfúlt tap reyndist niðurstaðan.