„Ekki hrokafullir, bara betri.“ Svo hljóðar borði nokkur sem hressir United stuðningsmenn létu prenta á sínum tíma sem svar við þeim háværu röddum að stuðningsmenn Manchester United væru upp til hópa hrokafullir leiðindapúkar. Þó við tökum ekki undir slíkar alhæfingar þá minnist undirritaður engu að síður annarra tíma þegar gamli maðurinn Ferguson sá til þess að sigrar og árangur voru nánast sjálfsagður hlutur. Það var kannski ekki ætlunin að vera hrokafullur en ég minnist þeirra tíma þegar leikir gegn Wigan/Watford/West Ham/klúbbur í neðri hlutanum að eigin vali á Old Trafford vöktu upp tilhlökkun. Þrjú stig og fjögur mörk í plús á laugardaginn, hljómar vel!
Enska úrvalsdeildin
Botnlið Crystal Palace heimsækir Old Trafford
Margir horfðu á annríkan september mánuð sem ákveðið próf fyrir Manchester United sem hafði farið vel af stað og unnið alla þrjá deildarleiki sína í ágúst. Eftir óheppilegt jafntefli á útivelli gegn Stoke í fyrsta leik mánaðarins hafa lærisveinar Mourinho ekki litið til baka. Í Meistaradeildinni hafa tveir leikir unnist þægilega sem og einn í enska deildabikarnum og í úrvalsdeildinni var Wayne Rooney og félögum í Everton skellt 4:0 áður en Mourinho gerði það sem Mourinho gerir best í sterkum útivallarsigri gegn Southampton. Á morgun kemur Crystal Palace í heimsókn í lokaleik september og óhætt er að segja að með sigri þar hefur lið United svo sannarlega staðist prófið.
Southampton 0:1 Manchester United
Dýrlingarnir tóku á móti okkar mönnum á St. Mary’s í dag en Jose Mourinho stillti upp sterku liði, Fellaini, De Gea, Lukaku, Matic og Mkhitaryan komu allir inn í byrjunarliðið.
Lið Southampton var einnig gríðarlega sterk. Þó vermdu Gabbiadini og Virgil van Djik bekkinn, greinilegt að sá síðarnefndi er enn í skammarkróknum en svo virðist vera að Shane Long hafi átt að þreyta vörnina hjá United og Gabbiadini átt að koma ferskur inn í lok leiks.
Southamptonferð á morgun
Á morgun er það suðurströndin sem bíður. Southamptonferð og leikur kl 3 á laugardegi, 2 að íslenskum tíma.
Southampton hefur gengið þolanlega í upphafi tímabils og eru með 8 stig eftir 5 leiki, hafa unnið West Ham og Crystal Palace, gert jafntefli við Swansea og Huddersfield en töpuðu fyrir Watford á heimavelli. United er því fyrsti stóri leikurinn þeirra. Mauricio Pellegrino (ekki Pellegrini) er nýr stjóri þeirra, kom frá Alavés þar sem hann gerði góða hluti með lítið lið og á að gera sama hjá Southampton.
Manchester United 4:1 Burton Albion
Jose Mourinho hvíldi nokkra lykilleikmenn í bikarleiknum eins og fastlega var búist við. Romero, Carrick og Lingard fengu allir pláss í byrjunarliðinu ásamt Blind, Darmian og Mata.
Gestirnir stilltu upp sterku liði og voru greinilega mættir til að fá eitthvað úr leiknum en Nigel Clough gerði nokkrar breytingar frá síðasta bikarleik og stillti upp þriggja manna vörn.
Það má segja að leikurinn hafi byrjað með krafti og áttu gestirnir fyrsta skot á markið. En fyrsta markið leit dagsins ljós strax á 5. mínútu, en Marcus Rashford skoraði þá eftir sendingu frá Carrick, sem reyndar Lingard gerði vel með að fleyta áfram fyrir Rashford inn í opið svæði í teignum.