Eftir jafnteflið gegn Stoke á laugardaginn kemur fyrsti heimaleikurinn sem má á pappír telja erfiðan. Everton bætti rækilega við sig í sumar og keypti leikmenn fyrir 140 milljónir punda og þar á meðal auðvitað dýrastan Gylfa Sigurðsson á 45 milljónir. Að auki keyptu þeir Michael Keane, Jordan Pickford, Davy Klaasen frá Ajax og kantmanninn Nicola Vlasic. En síðast en ekki síst gekk Wayne Rooney til liðs við uppáhaldsliðið sitt aftur eftir að hafa verið 13 ár í útlegð hjá Manchester United og þurft að fela það að allan tímann svaf hann í Everton náttfötunum sínum. Everton styrkti þannig lið sitt verulega í marki, vörn og miðju en með því að þeir seldu auðvitað sinn besta sóknarmann, Romelu Lukaku til United þá verður að segja að sóknin var veikari fyrir vikið.
Enska úrvalsdeildin
Stoke City 2:2 Manchester United
Eins og í fyrra þá kom hikstinn í fjórða leik og við urðum að sættast á 2:2 jafntefli gegn Stoke City á Bet 365 vellinum í dag. Jafnteflið sem slíkt eru engin hörmungar úrslit en frammistaðan var ákveðið áhyggjuefni og auðvitað situr það enn þá í mönnum hvernig tímabilið riðlaðist á þessum sama tíma í fyrra.
José Mourinho ákvað að breyta sigurformúlu fyrstu leikjanna og bauð upp á 4-3-3 í dag. Martial, Blind og Mata settust á varamannabekkinn en inn komu Rashford, Darmian og Herrera. Miðju þríeykið var því Herrera-Matic-Pogba, eitthvað sem margir stuðningsmenn hafa beðið spenntir eftir að sjá. Darmian tók ser auðvitað stöðu í vinstri bakverði á meðan Rashford spilaði frá vinstri vængnum, Mkhitaryan frá þeim hægri og Lukaku þeirra á milli.
Þrumuskúr í Stoke á morgun
Þrír leikir, þrír sigrar og níu stig, hljómar það kunnuglega? Sú var raunin eftir fyrstu þrjár umferðirnar í fyrra og bjartsýnin var töluverð. Jose Mourinho og Zlatan Ibrahimovic voru mættir á leikvang draumanna og eftir frábæra byrjun voru okkur allir vegir færir! Eða þannig, við unnum einn af næstu sjö deildarleikjum.
Eftir þrjá leiki í ár er staðan sú sama og bjartsýnin jafnvel enn meiri en sagan segir okkur að best er að fara ekki framúr sér. Við getum þó byggt enn fremur á góðri byrjun á morgun og hvergi er betri staður til þess en heimavöllur Peter Crouch og félaga í Stoke. Að sjálfsögðu er spáð mikilli úrkomu og þrumuskúr í Stoke-on-Trent í síðdeginu á morgun og því er framundan leikurinn sem allir segja að Lionel nokkur Messi ætti ekki roð í; rigningarleikur á Britannia vellinum.
Manchester United 2:0 Leicester City
Þrír leikir í deildinni, þrír sigrar. 10 mörk skoruð, ekkert fengið á sig. Það er alveg óhætt að segja að Manchester United hefji þetta leiktímabil afskaplega vel. Framundan er landsleikjahlé, lok sumargluggans og svo septembermánuður fullur af leikjum í þremur mismunandi keppnum. Við erum ekkert að hata þetta!
Það var ein breyting á liðinu sem hóf leik í dag. Martial hafði komið gríðarlega sterkur inn af bekknum í síðustu leikjum og fékk að byrja þennan leik. Rashford hafði staðið sig nokkuð vel líka en hann þurfti að sýna að hann getur líka verið hættulegt vopn af bekknum. Byrjunarliðið í dag var svona:
Leicester City mætir á Old Trafford
Eftir stóra sigra heima og að heiman er röðin komin að næsta verkefni þegar Leicester City kemur í heimsókn. Bæði lið hafa verið að skora mörk en United ívið fleiri og hefur einnig haldið hreinu í sínum leikjum. Leicester spilaði opnunarleik tímabilsins gegn Arsenal sem var fínasta skemmtun með slatta af mörkum og dramatík fyrir allan peninginn. Á endanum fór Arsenal með sigur af hólmi en Leicester átti meira skilið en ekkert úr þeim leik. Í næstu umferð tók Leicester á móti nýliðum Brighton & Hove Albion og sigraði liðið þann leik með tveimur mörkum gegn engu. Á þriðjudaginn mætti Leicester svo Sheffield United á Bramall Lane og sigraði heimaliðið með fjórum mörkum gegn einu. Um var að ræða aðra umferð EFL bikarsins sem er núna kallaður Carabao bikarinn.