Við erum í svolítið skrýtinni stöðu akkúrat núna, við stuðningsmenn Manchester United. Við erum að bíða eftir stærsta leik tímabilsins, úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir rétt rúma viku, en í millitíðinni þurfum við að spila tvo leiki sem skipta engu máli, svona úr því að liðið á ekki tölfræðilega möguleika á því að komast í eitt af sætunum sem gefa Meistaradeildarsæti. Þessi leikur hefði auðvitað átt að vera mjög mikilvægur en töpin tvö gegn Arsenal og Tottenham, sem og jafnteflin 14(!), hafa gert það að verkum að við erum bara úr leik í deildinni.
Enska úrvalsdeildin
Tottenham Hotspur 2:1 Manchester United
Þegar liðið var birt voru flest frekar ringluð, einhvers konar uppstilling með þremur miðvörðum og Rooney og Carrick á miðjunni. En í staðinn var þetta um það bil svona
Varamenn voru: S.Romero, Darmian, Mitchell, Ander Herrera(61′), McTominay, Mkhitaryan(61′), Rashford (73′), Demetri Mitchell að fá sitt fyrsta tækifæri á bekknum.
Lið Tottenham var svona
Leikurinn byrjaði frekar rólega þó að stuðningsmenn Tottenham væru í svakalegu stuði frá því löngu fyrir leik og það tók ekki langan tíma að gleðja þá. Davies fékk boltann eftir horn, sendi inn á teiginn og þar var Victor Wanyama alveg óvaldaður, aðallega vegna slakrar staðsetningar Rooney, og skallaði auðveldlega í netið af markteig.
Tottenham á morgun
Nú vitum við að það er einn leikur eftir í vor sem skiptir máli og það er ekki leikurinn á morgun. Úrslit gærdagsins, þegar Chelsea tryggði sér titilinn. þýða líka að þessi leikur skiptir Tottenham Hotspur engu máli, nema jú, þetta er síðasti leikur liðsins á gamla White Hart Lane. Í vetur hefur hluti af nýja leikvanginum risið í kringum þann gamla og á mánudaginn ráðast vinnuvélar á þann gamla og Spurs fer í eins veturs útlegð á Wembley. Að því loknu flytja þeir aftur á nýja 61 þúsund manna völlinn og vonast til að það færi þeim aukin peningavöld. Það kemur í ljós.
Arsenal 2:0 Manchester United
Það kom loksins að því. Manchester United tapaði knattspyrnuleik í deildinni. Enn og aftur er það í London en liðið hefur tapað þar fyrir Chelsea í bæði deild og bikar í ár.
Ofan á allt saman þá var þetta fyrsta tap Mourinho fyrir Wenger á ferlinum. Wenger getur því sest sásttur í helgan stein eftir tímabilið.
Það kom fáum á óvart að Mourinho gerði mikið af breytingum, átta talsins, fyrir leikinn. Hann hafði gefið út eftir jafnteflið við Swansea City síðustu helgi að öll einbeiting liðsins væri nú á Evrópudeildinni. Wayne Rooney kom því inn í liðið ásamt meiðslapésunum Chris Smalling og Phil Jones. Síðan byrjaði Axel Tuanzebe sinn fyrsta leik fyrir félagið en hann lék í stöðu hægri bakvarðar þó hann sé hafsent að upplagi.
United mætir Arsenal á Emirates Stadium
Á morgun, heilum sextíu og sex klukkutímum eftir fimmtudagsleikinn gegn Celta Vigo, heimsækja leikmenn Manchester United Emirates Stadium og mæta þar liði Arsene Wenger í Arsenal.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og verður fyrri leikur dagsins viðureign Southampton og Liverpool sem situr í þriðja sæti með fjórum stigum meira en United en hafa spilað einum leik meira.