United mætti West Ham á London Stadium í fyrsta leik á Þorláksmessu. Erik Ten Hag gerði tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Liverpool síðustu helgi. Bruno Fernandes fyrirliði United kom aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið í banni gegn Liverpool. Þá koma Willy Kambwala ungstirnið inn í byrjunarliðið í stað Raphael Varane. Ég verð að segja lesandi góður að ég veit ekki mikið um getu Willy Kambwala en ég skal segja ykkur það að hann hefur gert gott mót í FM save-inu mínu þar sem ég fékk hann á láni frá United til Luton. Það er líka alveg kominn tími á það að akademía United myndi koma miðverði inn í byrjunarlið United. Amrabat settist einnig á bekkinn í stað Bruno.
Enska úrvalsdeildin
United heimsækir Hamrana
Manchester United og West Ham United hefja Þorláksmessu hátíðina á morgun klukkan 12:30, þegar að United heimsækir Hamrana á London Stadium. United fékk frí í miðri viku þar sem liðið er dottið út úr orkudrykkjabikarnum „Carabao Cup“ en West Ham heimsótti þöglan Anfield á miðvikudagskvöldið. David Moyes ákvað ekki að taka blaðsíðu úr Anfield varnartaktík Ten Hag og fékk þ.a.l. á sig 5 mörk en liðið hans laumaði þó inn einu sárabótarmarki í stöðunni 4-0. United gerði að sjálfsögðu 0-0 jafntefli við erkifjendur sína í Liverpool síðustu helgi, þeir leikir eru vanalega frekar minnistæðir, það verður þó seint sagt um þennan leik. United gerðu vel í að loka á sóknir Liverpool en bítlaborgarliðið hélt talsvert betur í boltann þó að almennileg færi hafi verið af skornum skammti. Miðað við undanfarna spilamennsku United þá er varla hægt að kvarta yfir 0-0 jafntefli og leikurinn í raun vel lagður upp þar sem United hefði alveg getað stolið sigri. Lykil setningin er þó stolið sigri því þó United hafi mögulega átt hættulegasta færi leiksins þá var spilamennskan fram á við ekkert sérstök. Liðið koma þó haltrandi inn í leikinn með urmul leikmanna í meiðslum og bönnum, á meðan hafði Liverpool skorað í öllum deildarleikjum sínum á tímabili og í efsta sæti það var því við rammann reip að draga. Jafntefli voru því ágætis úrslit miðað við allt og allt, þó að sigur eigi yfirleitt að vera markmið United í öllum leikjum.
Liverpool 0:0 Manchester United
Eric ten Hag treysti þrjátíu og fimma ára Jonny Evans fyrir miðvarðarstöðunni en þeir Raphaël Varane urðu níunda haffsentaparið í vetur þegar Harry Maguire fór útaf gegn Bayern. Að auki hafa fimm mismunandi leikmenn spreytt sig í vinstri bakvarðarstöðunni.
Varamenn: Bayındır, Kambwala, Eguilon, Wan-Bissaka, Gore, Hannibal(82′), Pellistri(82′), Van de Beek, Rashford (71′)
Liverpool á morgun – ef þú þorir
Það er stórleikur á morgun þegar Manchester United og Liverpool mætast! Ef United vinnur rennir liðið sér upp að hlið Chelsea og Arsenal á toppi deildarinnar en sigur Liverpool þýðir að United og Liverpkol verða jöfn að stigum. En nóg í bili af leik þessara liða í úrvalsdeild kvenna kl 12:15, þrátt fyrir að þessi leikur sé magnaður verða fleiri augu á því þegar karlalið United kemur á Anfield klukkan hálf fimm síðar um daginn.
Bjargar United sér gegn Bayern?
Manchester United mætir Þýskalandsmeisturunum Bayern Munchen í síðasta leik riðlakeppni meistaradeildarinnar á Old Trafford. Leikurinn hefst klukkan 20:00. United eins og flestir vita er á botni A-riðils aðeins með 4 stig en Bayern er á toppi riðilsins með 13 stig. United á þó enn þá séns á að komast upp úr riðlinum, á sama tíma spila FCK og Galatasaray, ef þessi tvö lið sem bæði eru með 5 stig skilja jöfn þá dugar United að vinna Bayern. Miðað við spilamennsku United undanfarið þá er þó erfitt að ímynda sér að United vinni Bayern. United var niðurlægt á heimavelli um helgina þegar kirsuberjakarlarnir í Bournemouth mættu á Old Trafford og snýttu United 0-3. Það var þó svipað upp á teningnum hjá Bayern þessa helgina, en liðið heimsótti Eintracht Frankfurt og töpuðu þeir 5-1. Það mætti því segja að bæði lið séu að koma særð inn í leikinn. Bayern hafa þó að engu að keppa í þessum leik sem gæti komið sér vel fyrir United. Ef að United lendir í þriðja sæti í riðlinum þá fer liðið í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.