Fyrsta tap United gegn Fulham á Old Trafford í háa herrans tíð staðreynd. Það er ekki hægt að segja að sigur Fulham hafi ekki verið fullkomlega verðskuldaður. Marco Silva setti upp fullkomið leikplan gegn Höjlundlausu United liði. Það er eiginlega lygilegt hversu afskaplega lélegir United voru nánast allan leikinn. Langbesti leikmaður United í dag Andre Onana var eina ástæðan fyrir því að United héldu hreinu í fyrri hálfleiknum. Fengum að sjá betur af hverju hann var fenginn til liðsins. Sama er ekki hægt að segja um marga aðra leikmenn liðsins. Trekk í trekk fengu Fulham leikmenn að dunda sér með boltann í og við markteig United, menn náðu oftar en ekki 3-4 snertingum með boltann algjörlega pressulausir. Augljóst að vörnin saknar Lisandro Martínez. Harry Maguire átti þó ágætan leik og skoraði mark liðsins en hefði átt að vera búinn að skora fyrr þegar hann skallaði framhjá í dauðafæri. Miðjan var rosalega lek í dag. Fulham léku alltof auðveldlega framhjá Mainoo og Casemiro. Omari Forson fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu og átti frekar gleymanlega frammistöðu en hann átti mikið af feilsendingum og virkaði mjög taukaóstyrkur í flestum aðgerðum sínum. Alejandro Garnacho ásamt Onana voru framan af einu leikmennirnir sem voru að reyna eitthvað. Marcus Rashford var einfaldlega skelfilegur í dag og virtist engan áhuga hafa á að gera eitt né neitt. Það er nánast hægt að segja United hafi verið einum færri í dag. Þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum lentu Casemiro og Reed í því að skalla hvorn annan óvart. Stöðva þurfti leikinn í nokkrar mínútur og gerði Ten Hag tvöfalda skiptingu strax í kjölfarið og henti McTominay og Eriksen inná til að reyna að þétta miðjuna og stöðva snarpar sóknir gestanna. Það skilaði þó ekki miklu og Fulham náði forystu eftir hornspyrnu en Calvin Bassey fékk tvö tækifæri til að koma boltann á markið og skoraði í síðara tilraun sinni. United tók aðeins við sér eftir markið sem kom á 65′ mínútu en allar tilraunir og tilburðir liðsins voru ómarkvissar og fyrirsjáanlegar. Áðurnefndur Maguire náði þó að jafna leikinn eftir fínt einstaklingsframtak á 89′ mínútu og loksins virtist United vakna til lífsins og eftir að dómarinn gaf upp að uppbótartíminn yrði 9+ mínútur var allt í einu komið mómentum í leik liðsins og nægur tími til að sækja öll þrjú stigin. Það voru þó gestirnir sem gerðu útum vonir heimamanna eftir að Alex Iwobi af öllum mönnum skoraði sigurmarkið eftir flott sprett frá Traoré.
Enska úrvalsdeildin
Upphitun: Manchester United – Fulham
Meiðsladjöfullinn er mættur á ný í herbúðir Manchester United fyrir leikinn gegn Fulham á Old Trafford á morgun og hefur lokkað til sín Rasmus Höjlund og Luke Shaw. Við því mátti United vart þar sem varamenn þeirra eru ýmist meiddir, ekki til eða óharðnaðir unglingar.
Luton Town 1:2 Manchester United
Liðið komið, Shaw mætir
{team1}
Varamenn: Bayındır, Evans (45.), Lindelöf (45+2), Amad, Amrabat (85.), Eriksen, Forson, McTominay (45.), Antony
Tahith Chong var í byrjunarliði Luton
Það tók Rasmus Höjlund þrjátíu og sex sekúndur að verða yngsti leikmaður úrvalsdeildarinnar til að skora mark í sex leikum í röð. Luton byrjaði með boltann, sótti inn í teig, United vann boltann, Casemiro nelgdi fram, slæm þversending frá varnarmanni og Höjlund var a réttum stað, tók hliðarskrefið framhjá markmanninum og renndi boltanum í opið mark!
Heimsókn í hattaborgina
Manchester United fer á morgun í heimsókn í unaðsreitinn Luton, borgina sem oftar en einu sinni hefur verið valin versta borg Englands. En á móti kemur að stuðningsmenn geta vonandi gætt sér á besta geitakarrí sem fæst við knattspyrnuvöll á Englandi, og upplifað á ný stemminguna á einum skemmtilegasta vellinum, gamli skólinn hreinn og ómengaður.
Sagan af Luton hefur verið sögð oft, upprisa félagsins með ólíkindum, og þessi vetur þeirra í úrvalsdeildinni hefur farið framar vonum, sér í lagi annarrar en þeirra sjálfra. Þeir hafa halað inn góðan slurk af stigum og þökk sé stigafrádrætti Everton eru ofar fallsæti. Vissulega væri fallið lílklegra ef ekki fyrir þessi vandræði Everton sem sér ekki fyrir endann á, og væntanlegan stigafrádrátt Forest en ef litið er til kaupa þeirra fyrir tímabilið og markmiða þeirra um að nýta þetta ár fyrst og fremst sem happdrættisvinning þá er staðan mjög skemmtilegt fyrir stuðningsmenn þeirra.
Aston Villa 1 : 2 United
Manchester United mætti Aston Villa í seinni sunnudagsleik 24. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Það var lítið sem kom á óvart í uppstillingu Erik Ten Hag, eftir mikil meiðsli allt tímabilið þá gat Ten Hag stillt upp sínu besta liði gegn Wolves í síðustu viku. Fyrir utan Lisandro Martinez þá var byrjunarliðið það sterkasta sem völ er á, mögulega má bæta Wan-Bissaka þar líka en látum það liggja á milli hluta. Aston Villa er líkt og United í smá miðvarðarörðugleikum en Pau Torres er rétt byrjaður að æfa eftir meiðsli og þá er Tyrone Mings einnig frá vegna meiðsla. United hafði ekki tapað leik árið 2024 og þrátt fyrir að mæta á Villa Park þar sem Villa tapar sjaldan, a.m.k. undir stjórn Unai Emery þá skipti það lærisveina Erik Ten Hag litlu máli.