Manchester United var heldur betur refsað grimmilega fyrir að ná ekki að klára Anderlecht í venjulegum leiktíma því bæði Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic fóru meiddir af velli. Meiðsli Rojo virtist ekki jafn slæm og hjá Zlatan en nú hefur verið staðfest að báðir slitu þeir krossbönd í hné og ólíklegt að þeir komi meira við sögu á árinu 2017. Svo er hreinlega spurning hvort Zlatan hefur leikið sinn síðasta leik fyrir United því samningurinn hans rennur út í sumar og hann verður a.m.k. frá þangað til í janúar og því erfitt að réttlæta háan launakostnaðinn.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:0 Chelsea
Þegar byrjunarliðið kom virtist ljóst að José Mourinho hafði ákveðið að horfa til leiksins á fimmtudaginn og hvíla Zlatan Ibrahimovic og Henrikh Mkhitaryan. Að Carrick væri hvíldur kom minna á óvart. David de Gea kom inn í liðið aftur. En raunin varð allt önnur en sú sem stuðningsfólk bjóst við og leikurinn ekki sú þrautaganga sem haldið var.
Varamenn: Romero, Blind, Fosu-Mensah, Shaw, Carrick, Mkhitaryan, Ibrahimovic
Tilvonandi Englandsmeistarar í heimsókn
Það hefur lengið í loftinu frá því snemma í haust að Chelsea væru tilvonandi Englandsmeistarar. Manchester City byrjaði vel og Chelsea tapaði fyrir Liverpool og Arsenal en hóf svo eigin sigurgöngu og hefur bara tapað tvisvar í deild síðan. Þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham í öðru sætinu og þurfa að brotna ansi illilega til að missa af titlinum. United fór á Stamford Bridge í október og tapaði illilega 0-4 og það er vonandi að það gerist ekki aftur.
Sunderland 0:3 Manchester United
Ágætis skyldusigur að baki hjá United gegn afar döpru Sunderland-liði David Moyes. Byrjunarliðið var svona.
Bekkur: J.Pereira, Carrick, Blind, Fosu-Mensah, Tuanzebe, Martial, Rashford.
Það kom ekkert sérstaklega mikið óvart þar, fyrir utan það að David de Gea var ekki í hóp en hann virðist hafa meiðst lítillega í vikunni. Sergio Romero, sá mikli meistari, kom í hans stað. Það sem vakti mesta athygli var að Maroune Fellaini fékk fyrirliðabandið í fjarveru allra þeirra sem eru venjulega með það. Ágætis troll hjá José Mourinho.
Manchester United fer til Sunderland
Tuttugu leikir án taps. Ekki nema 30 leikir í að Manchester United slái metið yfir lengstu taplausu hrinuna í ensku úrvalsdeildinni. Helsti gallinn er bara að það stefnir í að 15 af þessum leikjum verði jafntefli.
Staðreyndin er þó samt að Manchester United er núna í lengstu taplausu hrinu sem lið í topp 5 deildum Evrópu hefur náð. Það er alveg eitthvað, jafnvel þótt við hefðum öll verið til í að einhver af þessum 20 leikjum hefði tapast ef við hefðum fengið fleiri sigurleiki á móti.