Fyrir viku síðan skrifaði Tryggvi Páll um það í upphitun fyrir seinni leikinn í Evrópuviðureigninni gegn Anderlecht að þar færi mikilvægasti leikur Manchester United á tímabilinu. Það má segja að þessi leikur sé það á vissan hátt líka. Aprílmánuður hefur verið mjög annasamur, Manchester United hefur þegar spilað 7 leiki í mánuðinum og á enn eftir 2 til viðbótar. Sá fyrri þeirra fer fram á Etihad vellinum í Manchester annað kvöld. Manchester United er aðeins einu stigi á eftir bláklæddu nágrönnunum og aðeins 3 stigum frá Liverpool. Baráttan um 3. og 4. sætið er galopin og þessi leikur mun ekki hafa úrslitaáhrif en hann er samt mjög mikilvægur fyrir þá baráttu. Hann hefst klukkan 19:00 og dómari í leiknum verður Martin Atkinson.
Enska úrvalsdeildin
Burnley 0:2 Manchester United
José Mourinho gerði átta breytingar eftir leikinn afdrifaríka gegn Anderlecht á Old Trafford. Mourinho ákvað að taka enga áhættu með liðsvalinu í dag og varð 4-3-3 leikkerfið fyrir valinu. Antonio Valencia var ekki í hóp í dag en hann var hvíldur eftir að hafa spilað allan leikinn á fimmtudagskvöldinu. Ashley Young og Mattio Darmian vöru bakverðir í dag. Daley Blind fékk að byrja í dag þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik. Wayne Rooney byrjaði sinn annan leik á árinu og var fremsti maður með þá félaga Jesse Lingard og Anthony Martial á köntunum. Marouane Fellaini lék fyrir aftan Paul Pogba og Ander Herrera í þriggja manna miðju.
United fer til Burnley
Manchester United var heldur betur refsað grimmilega fyrir að ná ekki að klára Anderlecht í venjulegum leiktíma því bæði Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic fóru meiddir af velli. Meiðsli Rojo virtist ekki jafn slæm og hjá Zlatan en nú hefur verið staðfest að báðir slitu þeir krossbönd í hné og ólíklegt að þeir komi meira við sögu á árinu 2017. Svo er hreinlega spurning hvort Zlatan hefur leikið sinn síðasta leik fyrir United því samningurinn hans rennur út í sumar og hann verður a.m.k. frá þangað til í janúar og því erfitt að réttlæta háan launakostnaðinn.
Manchester United 2:0 Chelsea
Þegar byrjunarliðið kom virtist ljóst að José Mourinho hafði ákveðið að horfa til leiksins á fimmtudaginn og hvíla Zlatan Ibrahimovic og Henrikh Mkhitaryan. Að Carrick væri hvíldur kom minna á óvart. David de Gea kom inn í liðið aftur. En raunin varð allt önnur en sú sem stuðningsfólk bjóst við og leikurinn ekki sú þrautaganga sem haldið var.
Varamenn: Romero, Blind, Fosu-Mensah, Shaw, Carrick, Mkhitaryan, Ibrahimovic
Tilvonandi Englandsmeistarar í heimsókn
Það hefur lengið í loftinu frá því snemma í haust að Chelsea væru tilvonandi Englandsmeistarar. Manchester City byrjaði vel og Chelsea tapaði fyrir Liverpool og Arsenal en hóf svo eigin sigurgöngu og hefur bara tapað tvisvar í deild síðan. Þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham í öðru sætinu og þurfa að brotna ansi illilega til að missa af titlinum. United fór á Stamford Bridge í október og tapaði illilega 0-4 og það er vonandi að það gerist ekki aftur.