Á morgun mætir Liverpool á Old Trafford í einhvern æsilegasta slag við höfum séð í þó nokkur á milli þessara liða. Það þarf sjaldnast aukið krydd í þessa leiki en nú er svo sannarlega nóg af því. Liverpool kemur í heimsókn sem liðið í öðru sæti, að vísu fimm stigum á eftir Chelsea en eftir sprengifréttir gærdagsins um að allt hafi farið í hund og kött milli Antonio Conte og Diego Costa hjá Chelsea vegna þess að sá síðarnefndi sé hrifinn af tilhugsuninni um 600 þúsund punda vikulaun í Kína og hafi verið settur út úr liðinu þá þarf enginn að horfa á þau fimm stig og halda að þau séu einhver sérstök hindrun.
Enska úrvalsdeildin
West Ham United 0:2 Manchester United
Manchester United byrjaði 2017 eins og það endaði 2016, með sigri. Það má eflaust tala um þægilegan 2-0 sigur enda var liðið manni fleiri í 75 mínútur. Samt sem áður þurfti David De Gea að taka nokkrum sinnum á honum stóra sínum. Juan Mata og Zlatan Ibrahimovic skoruðu mörkin í dag þar sem Mike Dean ákvað samt að stela fyrirsögnunum.
Byrjunarliðið kom mögulega á óvart en Anthony Martial var bekkjaður eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik. Hins vegar er hann í litlu sem engu leikformi og því hefur José Mourinho ákveðið að setja hann á bekkinn. Í hans stað kom Jesse Lingard í byrjunarliðið en hann heillaði því miður lítið í dag. Byrjunarliðið var eftirfarandi:
Heimsókn á Ólympíuleikvanginn í London
Manchester United byrjar 2017 á heimsókn til West Ham United í Lundúnum. West Ham leikur nú á nýjum velli, hefur sagt skilið við Upton Park, sem þeir kvöddu einmitt með leik gegn United í vor. Nú er leikið á Ólympíuleikvanginum í London og sýnist víst sitt hverjum um þann völl og stemminguna. Hamrarnir hafa átt misjöfnu gengi að fagna í vetur en það var aðeins í lok nóvember sem liðin mættust tvisvar með skömmu millibili. Náði West Ham í stig á Old Trafford en töpuðu svo 4-1 í Deildarbikarnum aðeins nokkrum dögum síðar. Vonandi verður okkar United í sama gír og þá þegar liðin mætast á morgun.
Manchester United 2:1 Middlesbrough
Það kom á óvart að Mourinho skipti út báðum miðvörðunum sem hafa unnið svo vel saman undanfarið og setti Smalling og Bailly inn. Carrick er víst eitthvað lítillega veikur og uppáhalds Belginn okkar allra kom inn í liðið.
Varamenn: Sergio Romero, Marcos Rojo, Schweinsteiger, Mata, Lingard, Rashford
Lið Middlesbrough var með einn fyrrum United mann í byrjunarliði en Fábio þurfti að verma bekkinn.
Middlesbrough á gamlársdag
Á síðasta degi ársins kemur Middlesbrough í heimsókn á Old Trafford. Middlesbrough situr nú í 15. sæti deildarinnar og hefur gengið frekar brösuglega undanfarið en þó sigrað tvö neðstu liðin, Hull og Swansea. Það er því um að ræða skyldusigur á morgun, ekki síst til að viðhalda góðu gengi undanfarið. Og um leið og ég skrifa orðið ‘skyldusigur’ þá fer auðvitað um mig kaldur hrollur, því reynsla síðustu ára hefur auðvitað verið sú að slíkir leikir hafa reynst örgustu bananahýði.