Núna eftir síðasta landsleikjahlé tímabilsins tekur við ótrúlega törn hjá Manchester United. Ef að liðið fer alla leið í Evrópudeildinni þá erum við að tala um leik á þriggja daga fresti út tímabilið. Til að bæta gráu ofan í svart þá ákváðu þeir Phil Jones og Chris Smalling að taka upp gamla siði og detta í langtímameiðsli. Nú í kvöld bárust þær fréttir að Juan Mata hafi gengist undir aðgerð á nára og geti jafnvel verið frá út tímabilið. Paul Pogba er líka frá en Wayne Rooney ætti að vera klár á morgun og Marouane Fellaini mögulega líka. Svo má ekki gleyma því að Zlatan Ibrahimovic og Ander Herrera taka út síðasta leikinn í þriggja og tveggja leikja banni.
Enska úrvalsdeildin
Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins: Vor uppgjör
Það hefur margt átt sér stað síðan í byrjun janúar þegar við skoðuðum síðast hvað væri í gangi í yngri liðum félagsins. Rennum yfir það helsta í leikmannamálum fyrst.
- Miðjumaðurinn Sean Goss var seldur til Q.P.R. á 500 þúsund pund.
- Bakvörðurinn Joe Riley gekk til liðs við Sheffield United á láni en liðið situr í fyrsta sæti í þriðju efstu deild á Englandi. Riley sem var hugsaður sem byrjunarliðsmaður lenti hins vegar í því að fara úr axlarlið á æfingu og hefur því aðeins leikið tvö leiki með liðinu. Hvort hann nái fleiri leikjum með liðinu verður að koma í ljós.
- Sam Johnstone fékk að fara á lán eftir að Joel Pereira kom til baka úr láni. Hefur Johnstone staðið vaktina hjá Aston Villa síðan og staðið sig með prýði. Eftir erfiða byrjun á árinu hefur liðið rétt úr kútnum og hefur Johnstone haldið hreinu í 5 af síðustu 6 leikjum.
- Cameron Borthwick-Jackson virðist loksins kominn úr misheppnuðu láni hjá Wolves. Hann hefur ekki spilað mínútu með Wolves og var engan veginn í myndinni. Lambert hafði svo litla trú á honum að samkvæmt mjög undarlegu ákvæði í lánssamningnum mátti hann spila með U23 ára liði United gegn Porto í einhverskonar B-liða Evrópukeppni. United neitaði víst að borga Wolves það sem þeir höfðu borgað fyrir lánið í upphafi og því neitaði Wolves að rifta samningnum. Afleiðingar þess voru til að mynda þær að Wolves fékk Sam Johnstone ekki á láni og má reikna með að United muni ekki selja né lána leikmenn til Wolves á næstunni.
- Adnan Januzaj er inn og út úr liðinu hjá Sunderland. Hann hefur því ekki heillað mikið en hann átti ágætis spretti í þeim fáu sigurleikjum sem Sunderland hefur landað undanfarið. Því miður virðist Sunderland dauðadæmt til að falla og lítið um það að segja. Framtíð hans hjá United er líklega ráðin en undirritaður er þó viss um að strákurinn gæti átt góðan feril í úrvalsdeildinni.
- Andreas Pereira er þriðji lánsmaður United með íslenskan samherja en Sverrir Ingi var keyptur til Granada í janúar. Því miður virðist það ekki ætla að bjarga liðinu frá falli. Það jákvæða við þetta lán er að Pereira byrjar alla leiki Granada og svo virðist sem José Mourinho hafi mikla trú á honum og er í stöðugu sambandi við hann og umboðsmann hans. Spurning hvað strákurinn gerir á næstu leiktíð. Að lokum verðum við að taka fram að Pereira lagði upp fyrsta mark Sverris í La Liga nú á dögunum.
https://twitter.com/BeingRedDevil/status/843639483333402625
U23 ára liðið
Áður en Sean Goss gekk til liðs við Q.P.R þá skoraði hann meðal annars eina mark U23 ára liðsins í 3-1 tapi gegn Manchester City þar sem Regan Poole lét reka sig útaf snemma leiks. Sömuleiðis lét hann verja frá sér vítaspyrnu í 1-0 sigri gegn Liverpool í næstu umferð. Var sigurinn kærkominn enda liðinu gengið illa og kom sigurmarkið í lok uppbótartíma. Leikurinn svipaði mjög til beggja leikja aðalliðanna í vetur en það var lítið um færi og bæði lið mjög varfærin.
Middlesbrough 1:3 Manchester United
José Mourinho hafði varað okkur við því fyrir þennan leik að við mættum búast við að þreyta hefði mikil áhrif á spilamennsku Manchester United. Jafnvel gekk hann svo langt að segja að hann myndi telja jafntefli góð úrslit úr leiknum miðað við þreytuna í leikmannahópnum eftir mikið álag síðustu vikur. Eftir laugardagsleikina var ljóst að Manchester United myndi örugglega færast úr 6. sætinu. Sigur kæmi liðinu upp í 5. sætið en jafntefli eða tap þýddi 7. sætið.
Manchester United heimsækir Middlesbrough
Síðasti leikur Manchester United fyrir landsleikjahlé vorsins verður útileikur gegn Middlesbrough í hádeginu á sunnudegi. Síðasti fimmtudagur var mjög ólíkur fyrir þessi félög, á meðan Manchester United komst áfram í fjórðungsúrslit Evrópudeildarinnar þá rak Middlesbrough stjóra sinn, Aitor Karanka. Middlesbrough er ekki fyrsta félagið af þeim neðstu sem grípur til þessa ráðs til að reyna að hressa upp á spilamennsku síns liðs. Stundum virkar það hvetjandi á leikmenn, ekki síst í fyrsta leik eftir breytingar. Vonum að það taki Middlesbrough í það minnsta 90 mínútur að hressast.
Manchester United 1:1 AFC Bournemouth
Í dag tóku Manchester United á móti Bournemouth í fyrsta leik 27. umferðar. Fyrir leikinn var United í sjötta sæti og Bournemouth í því fjórtánda.
Með sigri á Bournemouth myndi United tryggja sé það að komast upp eitt sæti þar sem liðin tvö í sætunum fyrir ofan, Liverpool og Arsenal, myndu mætast síðar sama dag. Það var því til mikils að spila hjá okkar mönnum.
Mourinho talaði um að hann myndi núna fara nýta hópinn vel og stóð hann við þau orð með því að gera fjórar breytingar á liðinu. Luke Shaw fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma, Jones kom inn í vörnina og Carrick ásamt Wayne Rooney fóru á miðjuna. Liðið sem Mourinho ákvað að stilla upp í dag leit svona út: