Það verður seint sagt að endurkomu David Moyes á Old Trafford hafi verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Flestir vilja sjálfsagt gleyma því að hann hafi nokkurn tímann stýrt Manchester United. En hann hefur það víst á ferilskránni og var mættur á sinn gamla heimavöll í dag með John O’Shea og félaga í Sunderland. Gamli squadplayerkóngurinn O’Shea var þó á bekknum í dag. Byrjunarlið Manchester United í leiknum var á þessa leið:
Enska úrvalsdeildin
Sunderland kemur í jólaheimsókn
Rauðu djöflarnir óska öllum lesendum síðunnar gleðilegra jóla.
Það er komið að jólafótboltanum. Annar dagur jóla og það verða spilaðir 8 leikir í 18. umferðinni. Fyrri hluti tímabilsins er að klárast og þessi leikur er upphafið að leikjatörn þar sem Manchester United spilar 3 leiki á viku. Hin liðin gera það auðvitað líka og fá mislangan tíma á milli leikja eins og gengur og gerist.
West Bromwich Albion 0:2 Manchester United
Loksins kom að því að maður horfði á þægilegan deildarleik með Manchester United. Þeir hafa ekki verið margir svona leikir í vetur, síður en svo, en í dag hafði maður í raun aldrei áhyggjur af stöðu mála. Eitthvað sem ég bjóst ekki við þegar ég vaknaði í morgun enda hafa WBA verið að spila ágætan (vöðva)bolta í vetur.
Mourinho stillti upp liðinu svona í dag:
Heimsókn til Tony Pulis
Á morgun fer José Mourinho með sína menn í heimsókn á The Hawthorns. Þar munu þeir etja kappi við Tony Pulis og lærisveina hans. Pulis hefur verið í fréttunum undanfarið útaf dómsmáli sem tengist veru hans hjá Crystal Palace.
Embed from Getty Images
Það verður þó ekki sagt að dómsmálið hafi haft áhrif á hans menn í West Bromwich Albion en þeir eru aðeins sæti neðar en Manchester United í töflunni, með fjórum stigum minna. Markatala liðanna er líka keimlík en W.B.A hefur skorað einu marki meira en fengið á sig tveimur mörkum meira en United liðið. Það er því hörkuleikru framundan!