Þegar liðið kom var það fyrsta sem hjó að hvorki Luke Shaw né Wayne Rooney voru í hóp og var það nóg til að fá fólk til að ræða hvort það þýddi hreinlega að tími þeirra hjá United væri að líða undir lok. Það er langt til vors, en styttra þangað til markaðurinn í Kína lokar og þetta kemur í ljós. En þegar flautað var til leiks kom uppstillingin í ljós og kom meira á óvart. Mourinho var ekki að setja Rashford á kantinn eins og við héldum heldur var þetta einfaldlega fjórir-fjórir-tveir upp á gamla mátann. Þessi tilraun entist samt ekki lengi eins og fram kemur að neðan og meginhluta leiksins var því um 4-2-3-1 að ræða.
Enska úrvalsdeildin
United heimsækir meistarana á morgun
Það verður að byrja þennan pistil á að minnast á það að Leicester eru meistarar. Því eins og staðan er núna þá gæti verið eitthvað í að United mæti Leicester aftur, hvað þá sem meisturum!
Eins og staðan er núna lítur útfyrir að Leicester sé að sigla hraðbyri í átt að falli. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tveimur deildarleikjum og tapað síðustu þremur og er tveimur stigum frá falli. Óeining er sögð innan hópsins og raddir orðnar háværari um að eina leiðin út úr ógöngunum sé að reka Ranieri, manninn sem vann hið ómögulega kraftaverk.
Manchester United 0:0 Hull City
Liðið sem átti að vinna botnlið Hull City leit svona út í kvöld:
Varamenn voru Sergio Romero, Smalling, Young, Lingard, Rooney, Martial og Mata
Fyrri hálfleikurinn var dapur en ekki hræðilegur, það var hins vegar verulega mikið sem vantaði upp á bitið í sókninni. Hraðinn var aldrei mikill og Hull vörnin var þétt fyrir og vel skipulögð. Það var í raun ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að Zlatan átti hælsendingu á Pogba sem var í þokkalegu færi í mann í sér og náði ekki að skora.
Hull enn og aftur…
Í þriðja skiptið á 23 dögum og í fjórða skipti á tímabilinu mun Manchester United spila gegn Hull City. Leikir liðana á þessu tímabili geta nú seint talist sem augnakonfekt fyrir knattspyrrnuaðdáendur, United hefur náð að knýja fram iðnaðarsigra í tveimur leikjum en á fimmtudaginn í síðustu viku vann Hull seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins. Þjálfarinn okkar sagði reyndar að sá leikur hafi endað með jafntefli en það er önnur saga!
Stoke City 1:1 Manchester United
Lengi vel leit þetta út fyrir að ætla að vera einn af þessum dögum þar sem ekkert gengi upp. Liðið var rosalega mikið með boltann og sótti mikið en skotin voru hvergi nærri nógu góð. Stoke voru með þá leikáætlun að liggja tilbaka og freista þess að ná nokkrum góðum skyndisóknum. Það var einmitt eftir eina slíka þegar hægri helmingur United varnarinnar var ekki með á nótunum að Stoke forystuna í leiknum en boltinn fór í markið eftir að fyrirgjöf Erik Pieters fór í Juan Mata og framhjá David de Gea á nærstöng. Markið kom gjörsamlega gegn gangi leiksins og annan leikinn í röð var United að gera sér hlutina erfiða. Liðið hélt bara áfram að sækja og sækja en ekkert ætlaði að ganga. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 1:0 fyrir Stoke sem hafði ekki átt skot á markið en United átt ellefu skot á markið.