Þótt það sé komið að tveggja mánaða pásu í Evrópudeildinni og deildarbikarinn haldi ekki áfram fyrr en í janúar þá er kominn desember og því halda áfram að hrúgast inn leikir. Að þessu sinni er komið að deildarleik í miðri viku þegar Manchester United heldur í ferðalag til höfuðborgarinnar og mætir þar Alan Pardew og heimamönnum í Crystal Palace. Síðast þegar þessi lið mættust endaði það með því að Manchester United vann bikar. Það var líka síðasti leikurinn undir stjórn Louis van Gaal. En nú er það nýr leikur á nýju tímabili og við höfum nýjan stjóra.
Enska úrvalsdeildin
Dregið í Evrópudeildinni á hádegi
Dregið verður í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar kl 12:00 á eftir
United getur lent á móti eftirtöldum liðum:
- Ajax
- Apoel
- Besiktas
- Fiorentina
- Genk
- FC København
- Lyon
- Osmalinspor
- AS Roma
- Schalke 04
- Shakhtar Donetsk
- Sparta Praha
- St-Étienne
- Zenit
Liðið getur ekki dregist móti Fenerbahçe eða Tottenham
Manchester United 1:0 Tottenham Hotspur
José Mourinho tefldi fram sama liði og í leiknum gegn Everton um síðustu helgi. Eric Bailly var ekki settur inn í stað Jones eða Marcos Rojo þrátt fyrir ágæta frammistöðu gegn Zorya.
Varamenn: S.Romero, Blind, Bailly, Fellaini, Mata, Rooney, Rashford.
Tottenham gat teflt fram sínu sterkasta liðið í fyrsta skipti í nokkun tíma því Toby Alderweireld kom inn í liðið eftir meiðsli.
Spurs í heimsókn á sunnudag
Fyrir tveim dögum síðan tryggði United sér þáttöku í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og ekki í fyrsta skipti tefldi José Mourinho fram sterku liði. Það þýðir að þegar liðið í fimmta sæti deildarinnar kemur í heimsókn á morgun, sex stigum á undan United í sjötta sætinu þá munu mörg okkar óttast að Evrópuþynnka verði okkur erfið.
Af þeim fimm leikjum sem United hefur spilað eftir Evrópuleiki í vetur hefur einn unnist, Swansea úti í kjölfar sigursins á Fenerbahce í Tyrklandi. West Ham og Stoke leikina missti liðið niður í jafntefli á Old Trafford og útileikirnir gegn Watford og Chelsea töpuðust eftir leik í Hollandi og á Old Trafford.
Everton 1:1 Manchester United
Það má styðja það rökum að byrjunarliðið hafi verð þrír bestu miðjumenn United og jafnvel þrír bestu framherjarnir.
Varamenn: S. Romero, Bailly, Mata, Lingard, Blind, Rashford, Fellaini.
Lið Everton
Þó að fremri sex leikmennirnir ættu að heita þeir bestu sem við getum boðið upp á var það vörnin sem þurfti að vera á tánum fyrstu mínúturnar til að verja stífum sóknum Everton. Þeir náðu því þó og United komst fljótlega vel inn í leikinn.