United liðið heimsækir Aston Villa á Villa Park í Birmingham á morgun, sunnudag, klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Aston Villa liðið er sex stigum á undan rauðu djöflunum og situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan United er í sætinu fyrir neðan. Það þarf því ekkert að útskýra í þaula afhverju leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur fyrir United, ef að liðið ætlar að eiga einhvern séns á því að blanda sér í baráttuna um meistaradeildarsæti þá verður liðið að gjöra svo vel og vinna Villa.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 3:0 West Ham United
Ein breyting var gerð frá leiknum gegn Úlfunum, Raphaël Varane þolir víst ekki tvo leiki í röð og Harry Maguire byrjði
Varamenn: Bayındır, Lindelöf(87′), Varane(71′), Amad, Amrabat, Eriksen, Forson, McTominay(64′), Antony(87′)
Leikurinn var jafn frá upphafi, lítið um sóknir, United pressaði á West Ham þegar þeir voru með boltann, en náðu ekki sjálfir að halda boltanum vel., en West Ham aðeins meira með boltann. Fyrsta færið leit dagsins ljós á 10. mínútu, Souček með skalla af markteig eftir horn, en Onana brást snarpt við og kom hönd fyrir. Snillarvarsla þar. United vaknaði aðeins, Rashford reyndi að brjótast í gegn sem endaði á að Zouma bjargaði í horn, og eftir hornið átti Bruno þrumuskot sem Areola varði yfir.
David Moyes á Old Trafford – West Ham á morgun
Það var kannske ekki fallegt varnarlega séð, en sigurinn gegn Wolves á fimmtudaginn var þegar upp var staðið, stórkostlegur! Enn og aftur virðist sem United hafi snúið gæfunni sér í hag og reynslan í vetur kennir okkur að gera ekki ráð fyrir neinu. Á morgun kemur svo óumdeildasti stjóri United síðustu 10 árin í heimsókn á Old Trafford: Við erum öll sammála um að David Moyes var versti stjóri United frá því að Sir Alex lét af störfum! Hann hefur ekkert hatað að gera United grikk síðan þó að aðeins einn sigur hafi unnist undir hans stjórn á Old Trafford síðan. Leikurinn á morgun verður sá þrítugasti og fjórði gegn United eftir hann fauk sem stjóri United, eftir að hafa stýrt United, jú, í þrjátíu og fjórum leikjum.
West Ham liðið sem hann kemur með eru á undan United í töflunni og engu að síður hafa stuðningsmenn þar ekki verið fyllilega ánægð með Moyes. En munurinn er bara eitt stig og á morgun getur United klifrað upp í sjötta sætið, byggt á leiknum gegn Wolves og reynt að koma þessu tímabili í gang núna þegar meiðslavandræðin eru að rjátlast af liðinu
Wolves 3:4 Manchester United
Erik ten Hag skellti í tvær breytingar frá liðinu sem vann Newport County í bikarnum um helgina. Marcus Rashford kom á vinstri kantinn og Garnacho flutti sig yfir á þann hægri í fjarveru Antony. Onana kom svo svellkaldur frá Afríkumótinu og Bayindir settist á tréverkið.
Á bekknum voru þeir: Bayindir, Wan-Bissaka, Evans, Forson, Antony, Amad Diallo, Kambwala, Maguire, McTominay og Eriksen.
Wolves á morgun
Eftir „vetrarfríið“ er heil umferð nú í miðri viku. United heldur til Miðlandanna þar sem Wolverhampton Wanderers bíða. Ekki er það nú alveg skemmtileg tilhugsun en sigur Wolves lyftir þeim yfir United í töflunni þannig það má ekkert út af bera. Í síðustu fjórum leikjum á útivelli í deild, hafa United skorað eitt mark og fengið eitt stig, reyndar gegn Liverpool. Svo er mánuður síðan síðasti leikur af þessum átti sér stað og nú er meiðslastaðan ansi miklu skárri. Það er því lítið um afsakanir lengur. Það mest spennandi fyrir uppstillinguna á morgun er hvort Marcus Rashford fari inn í liðið. Samkvæmt Ten Hag er stóra út-á-djammið málið búið þannig það er allt eins líklegt. Það er ekki eins og mark og stoðsending gegn D-deildarliði eigi að tryggja Anthony sætið