Leikjahrinan spennandi heldur áfram á morgun klukkan 3, þegar United fer til London og mætir Chelsea á Stamford Bridge.
Eftir jafnteflið á Anfield á mánudaginn búast mörg við því að United mæti til að spila stífan varnarleik. Sú skoðun lítur framhjá því að mestan hluta fyrri hálfleiks gegn Liverpool átti United leikinn og spilið fór að mestu fram á vallarhelmingi Liverpool. Það ásamt frískum leik á fimmtudaginn ætti að sýna að það er engin ástæða til að gefa sér það fyrirfram að leikurinn á morgun verði eins og síðari hluti Liverpoolleiksins. Það er engu að síður alveg á hreinu að það verður lagt upp með að þegar United þarf að verjast þá verði varnarleikurinn eins öruggur og hægt er