Á morgun fer José Mourinho með sína menn í heimsókn á The Hawthorns. Þar munu þeir etja kappi við Tony Pulis og lærisveina hans. Pulis hefur verið í fréttunum undanfarið útaf dómsmáli sem tengist veru hans hjá Crystal Palace.
Enska úrvalsdeildin
Crystal Palace 1:2 Manchester United
Að þessu sinni gerði Mourinho fjórar breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Tottenham um liðna helgi. Tvær breytinganna voru þvingaðar þar sem Eric Bailly og Juan Mata komu inn fyrir Valencia, sem tók út leikbann, og hinn meidda Mkhitaryan. Auk þeirra komu fyrirliðinn Wayne Rooney og Daley Blind inn fyrir Martial og Darmian. Liðsuppstillingin var því svona:
Varamenn:
Romero, Darmian, Fellaini, Lingard, Schweinsteiger, Young, Rashford
London kallar, heimsókn til Crystal Palace
Þótt það sé komið að tveggja mánaða pásu í Evrópudeildinni og deildarbikarinn haldi ekki áfram fyrr en í janúar þá er kominn desember og því halda áfram að hrúgast inn leikir. Að þessu sinni er komið að deildarleik í miðri viku þegar Manchester United heldur í ferðalag til höfuðborgarinnar og mætir þar Alan Pardew og heimamönnum í Crystal Palace. Síðast þegar þessi lið mættust endaði það með því að Manchester United vann bikar. Það var líka síðasti leikurinn undir stjórn Louis van Gaal. En nú er það nýr leikur á nýju tímabili og við höfum nýjan stjóra.
Dregið í Evrópudeildinni á hádegi
Dregið verður í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar kl 12:00 á eftir
United getur lent á móti eftirtöldum liðum:
- Ajax
- Apoel
- Besiktas
- Fiorentina
- Genk
- FC København
- Lyon
- Osmalinspor
- AS Roma
- Schalke 04
- Shakhtar Donetsk
- Sparta Praha
- St-Étienne
- Zenit
Liðið getur ekki dregist móti Fenerbahçe eða Tottenham
Manchester United 1:0 Tottenham Hotspur
José Mourinho tefldi fram sama liði og í leiknum gegn Everton um síðustu helgi. Eric Bailly var ekki settur inn í stað Jones eða Marcos Rojo þrátt fyrir ágæta frammistöðu gegn Zorya.
Varamenn: S.Romero, Blind, Bailly, Fellaini, Mata, Rooney, Rashford.
Tottenham gat teflt fram sínu sterkasta liðið í fyrsta skipti í nokkun tíma því Toby Alderweireld kom inn í liðið eftir meiðsli.