Þá er loksins komið að fyrsta heimaleik Manchester United undir stjórn José Mourinho. United hefur spilað tvo mótsleiki hingað til og unnið þá báða. En það þýðir ekki samt að spilamennskan væri frábær í alla staði en það eru vissulega framfarir sem sjást með hverjum leik. Mourinho sagði það sjálfur að það muni taka smá tíma að venja leikmenn af hægu varfærnislegu spili sem einkenndi liðið á LvG árunum.
Enska úrvalsdeildin
Bournemouth 1:3 Manchester United
Liðið sem byrjaði fyrsta deildarleik José Mourinho var eilítið frábrugðið því sem búist var við. Jesse Lingard var meiddur og sat eftir heima í Manchester og Michael Carrick var hvíldur. Ander Herrera kom inn fyrir Carrick en það sem kom á óvart var að Juan Mata var valinn á kantinn en ekki Henrikh Mkhitaryan. Mourinho skýrði það með því að Mata hefði meiri deildarreynslu og væri því inni í þetta sinn.
AFC Bournemouth á morgun
Í þriðja sinn á fjórum árum leikur Manchester United sinn fyrsta deildarleik undir nýrri stjórn.
Fyrir þremur árum buðum við David Moyes velkominn með gleði en þó örlítinn ugg í hjarta og fyrir tveimur árum kom Louis van Gaal ferskur frá frábæru HM og gaf okkur vonir sem brugðust.
Nú er það hins vegar Jose Mourinho sem mætir á svæðið og ef það er einhver sem man eftir því hvernig hann lauk síðasta stjórastarfi sínu þá er viðkomandi líklega alveg slétt sama.
Manchester United 3:1 Bournemouth
Þá er síðasta leik United á Old Trafford á þessu tímabili lokið.
Maður var búinn að plana vikuna alveg ágætlega, mæta í ræktina þrisvar og þá sömu daga fara með drenginn á vöggustofuna, ná að ljúka leiðinlegu verkefnunum í vinnunni, nýta kvöldin í að leysa nokkur Project Euler verkefni og svo á laugardaginn yrði maður kominn í gírinn fyrir síðasta og mikilvægasta leik tímabilsins, úrslitaleik FA bikarsins.
Leik frestað!
Leik Manchester United og Bournemouth sem fram átti að fara í dag kl. 14.00 var aflýst eftir að grunsamlegur pakki fannst á vellinum.
Yfirvöld á Old Trafford og lögregla tóku þessu mjög alvarlega og rýmdu völlinn sem virðist hafa tekist án vandræða sem er nokkuð vel gert miðað við að 75 þúsund manns voru mættir.
Sprengjusveit lögreglunnar í Manchester virðist svo hafa sprengt pakkann með hjálp breska hersins. Svo virðist sem að þessi grunsamlegi pakki hafi verið sími víraður við pípu á einu af klósetti vallarsins. Fregnir herma nú að ekki hafi verið um sprengju að ræða en auðvitað er ekki hægt að taka neina sénsa þegar eitthvað svona gerist og svo virðist sem að allir hafi tæklað þetta mál eins vel og hægt er.