Á morgun klukkan 11:00 að íslenskum tíma, heimsækir United Vicarage Road þar sem leikmenn Walter Mazzarri í Watford vonast til að næla sér í þrjú stig gegn United liði sem hefur átt vægast sagt ömurlega viku. Að sama skapi er það von Mourinho og leikmönnum United að liðið nái að snúa þessu við og komist aftur í gírinn. Staðreyndin er sú að við megum svo sannarlega ekki við öðru en að það gerist því Pep Guardiola og leikmenn hans í City eru á svaka siglingu þessa dagana og virðist fátt geta stöðvað þá þessa dagana. Það er því gríðarlega mikilvægt að missa þá ekki of langt frá sér.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 1:2 Manchester City
José Mourinho gerði tvær breytingar á liði United fyrir leikinn í dag. Juan Mata og Anthony Martial fóru á bekkinn og inná kantana komu Henrikh Mkhitaryan og Jesse Lingard.
Varamenn: Romero, Smalling, Herrera, Schneiderlin, Martial, Rashford
Fyrstu mínútur leiksins voru City sterkari, héldu boltanum vel á miðjunni og sóttu á. Bailly gaf aukaspyrnu af því taginu sem við erum farin að venjast þrátt fyrir stuttan feril hans hjá United, en City nýtti hana ekki. Bæði Mkhitaryan og Lingard voru óöruggir á boltanum og misstu hann hvað eftir annað, nú eða létu bara taka hann af sér.
Grannaslagur eða stjóraslagur? Manchester City í heimsókn.
Loksins, loksins, loksins, loksins.
Það er grannaslagur á morgun, og ólíkt síðustu þremur árum þá er það grannaslagur sem skiptir öllu máli!
Fyrir sex mánuðum síðan fór United í heimsókn til City og Tryggvi eyddi upphituninni í að ræða mál Louis van Gaal. Í sjálfum leiknum var Marcus Rashford enn og aftur stjarnan, skoraði 250. mark United í grannaslag og tryggði United 1-0 sigur og kom liðinu upp í… sjötta sætið. City sat þá hins vegar í fjórða sæti.
Hull City 0:1 Manchester United
Eftir að því er virtist endalausa bið var loksins komið að næsta leik. Manchester United í heimsókn hjá nýliðunum í Hull City. Fyrir leikinn voru bæði lið með 2 sigra í 2 leikjum svo það var ljóst að eitthvað varð undan að láta í baráttu þessara toppliða.
Byrjunarliðið gegn Hull var óbreytt frá leiknum gegn Southampton:
Varamenn: Romero, Smalling, Herrera, Mkhitaryan, Schneiderlin, Young og Rashford
Toppslagur helgarinnar: United heimsækir Hull
Það er algjör toppslagur á morgun þegar okkar menn heimsækja spútniklið Hull City í síðdegisleik morgundagsins.
Við spáðum Hull lóðbeint niður en eins og frægt er orðið erum við líklega minnstu spámenn allra tíma. Auðvitað er Hull taplaust það sem af er tímabili í þriðja sæti með fullt hús stiga líkt og Manchester-liðin tvö.
Dregið var í riðla Evrópudeildarinnar í dag. Við fórum yfir andstæðingana.