Jæja, rússíbanareið tímabilsins hjá Manchester United heldur áfram. Eftir hrikalega svekkjandi tap gegn Tottenham Hotspurs um síðustu helgi þá náði liðið að vinna hið feiknasterka lið West Ham tvö núll í Fa bikarkeppninni í vægast sagt stórskemmtilegum og erfiðum leik þar sem Marcus Rashford skoraði eitt af fallegustu mörkum United á þessu tímabili. Það sem þessi sigur gerði var að koma United í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar með Everton, Crystal Palace og Watford og er það eini sjens United að vinna bikar á þessu tímabili.
Enska úrvalsdeildin
Tottenham 3:0 Manchester United
Tottenham tókst loksins að vinna Manchester United á heimavelli en það hafði ekki gerst síðan 2001 takk fyrir. Þessi leikur sýndi það svo rosalega vel á hversu langt Louis van Gaal er frá því að gera það sem hann var ráðinn til.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði ágætlega og United var mikið boltann og var mikið að reyna að sækja á Spurs. Vandamálið er ávallt það að liðið skýtur nánast aldrei á markið. Timothy Fosu-Mensah er mjög sprækur í fyrri hálfleiknum en hann byrjaði óvænt í stað Mattio Darmian í hægri bakverði. Hann og David de Gea báru af í fyrri hálfleiknum og björguðu báðir tveir oft meistaralega. Fosu-Mensah sem er varnartengill að upplagi stefnir í að ætla að verða hörkuleikmaður í framtíðinni þeas nema hann taki upp á því að verða Phil Jones. Framlína United sem hóf leikinn er sú sama og í undanförnum leikjum og hún var frekar spræk í hálfleiknum þrátt fyrir að United hafi ekki átt skot á rammann. Staðan í hálfleik var 0:0 en hefði hæglega getað verið 1-2:0 fyrir gestgjöfunum.
Manchester United mætir Tottenham Hotspur á White Hart Lane
Fyrir leikinn
Á morgun heimsækir Manchester United Tottenham Hotspur á White Hart Lane. Hlutskipti þessara liða á tímabilinu hefur verið ólíkt. Það stendur ekki steinn yfir steini hjá Manchester liðinu en Spurs hafa verið mjög stöðugir í vetur og hafa hægt og bítandi komist hörkuspennandi einvígi við spútniklið Leicester City um úrvaldsdeildartitilinn. Á meðan er United að ströggla við það eitt að ná meistaradeildarsæti og þarf það sem eftir lifir tímabils að vinna sína leiki og á sama tíma vonast til að Arsenal og Manchester City misstígi sig í lokaleikjunum.
Manchester United 1:0 Everton
Anthony Martial skoraði þúsundasta deildarmark Manchester United á Old Trafford í dag og dugði það fyrir þremur stigum. Lokatölur 1-0.
Varamannabekkurinn; Romero, Fosu-Mensah (’46), Valencia (’82), Young, Fellaini, Herrera (’58), Memphis.
Fyrir leik var nokkuð ljóst að okkar menn yrðu að vinna til að halda Meistaradeildar draumi næsta tímabils á lífi.
Leikurinn var í rauninni eins og svo rosalega margir leikir á Old Trafford í vetur. Það var 0-0 í hálfleik en United samt betra liðið, í stað þess að fá sig mark þegar leikurinn opnaðist þá skoraði United mark og vann leikinn 1-0 þökk sé franska töframanninum, Anthony Martial.
Everton heimsækir Old Trafford
Þá er þessu blessaða landsleikja hléi loksins lokið og alvaran tekur við.
Á morgun kemur Romelu Lukaku í general prufu fyrir næsta tímabil en hann er einn af þeim þúsund leikmönnum sem eru orðaðir við Manchester United þessa dagana. Fyrir mína parta hefði ég ekkert á móti því að hann kæmi í sumar, vonandi verður hann samt ekki heitur fyrir framan markið á morgun.
Ef við förum eftir síðustu fimm heimsóknum Everton á Old Trafford þá má ætla að þeir fari með stig (í eintölu eða fleirtölu) frá Manchester borg en síðustu viðureignir telja þrjá sigra hjá United (2-1, 2-0,1-0), einn sigur hjá Everton (0-1) og eitt jafntefli (4-4).