Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást.
Enska úrvalsdeildin
United verður að vinna í Norwich
Eftir jafnteflið gegn Leicester City var stuðningsfólk Manchester United orðið ansi svartsýnt á að liðið næði í Meistaradeildarsæti. Sá leikur eins og margir í vetur bauð upp á svarta og hvíta frammistöðu. Fínni frammistöðu í fyrri hálfleiknum var fylgt á eftir með frekar dapurri. Maroune „Elbows McGee“ Fellaini tókst að láta dæma sig í bann í kjölfarið á nokkrum ágætum frammistöðum í undanförnum leikjum. En eftir mikla hjálp frá Southampton sem gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Manchester City þá er þetta allt í einu orðinn möguleiki aftur. Með sigri gegn Norwich þá myndi United vera 4 stigum á eftir Arsenal og 1 stigi á eftir City en þau eiga innbyrðisleik á sunnudaginn. Manchester City er orðið mjög tæpt á sætinu og mega alls ekki við að tapa gegn Arsenal og varla gera jafntefli því þá mun Evrópadeildarsætið blasa við. United gæti verið komið í bísna góða stöðu eftir helgina svo framarlega að liðið skili sínu. Svo væri mjög sætt að hefna fyrir tapið gegn Norwich á Old Trafford.
Manchester United 1:1 Leicester City
Þegar staðan fyrir leik er þannig að bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda það er það svo sem viðbúið að leikurinn endi með jafntefli og sú varð raunin í dag. Munurinn er hins vegar sá að Leicester færðist stig nær meistaratitlinum en United færðist í raun tveim stigum fjær fjórða sætinu og Meistaradeildarþáttöku.
Liðin sem léku í dag litu svona út
Varamenn: Romero, Darmian, Fosu-Mensah, Herrera, Mata, Schneiderlin, Memphis.
Toppliðið kemur í heimsókn
Það er nokkuð síðan að toppliðið spilaði reglulega á Old Trafford… sem heimaliðið. Vonandi kemur sá dagur fljótlega aftur, en fyrst þarf United að taka á móti toppliðinu á morgun. Það er ekkert nýtt heldur, en það sem er nýtt er auðvitað að toppliðið sem kemur í heimsókn á morgun er auðvitað ekkert annað en Leicester City.
Öskubuskuævintýri Leicester í vetur er farið að verða flestum að góðu kunnugt. Claudio Ranieri tók við liðinu sem hafði bjargað sér frá falli. Hann var ráðinn í óþökk flestra stuðningsmanna liðsins enda maðurinn sem tapaði tvivegis fyrir Færeyjum sem þjálfari Grikkja og þótti ekki til stórræðanna.
Manchester United 2:0 Crystal Palace
Nokkuð þægilegur 2-0 sigur á Crystal Palace í kvöld.
Liðið sem hóf leik var eftirfarandi;
Bekkurinn; Romero, Fosu-Mensah, Rojo, Young, Fellaini (’77), Herrera (’71) og Memphis (´64 mín).
Það fyrsta sem maður tók eftir þegar leikurinn byrjaði var að stúkan var hálftóm. Að sama skapi var augljóst að Morgan Schneiderlin var í rauninni eini djúpi miðjumaður United í fyrri hálfleik. Fyrir framan hann voru svo Juan Mata og Wayne Rooney, á vængjunum voru svo Anthony Martial og Jesse Lingard.