Enska úrvalsdeildin

Swansea heimsækir Leikhús draumanna

Þessi nýliðni desember mánuður var sá versti í sögu Manchester United frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. En nú er komið nýtt ár og nýju ári fylgja ný tækifæri. Sem betur fer meiðslalistinn búinn að styttast töluvert. Nú eru fjórir leikmenn á honum en það eru þeir Marcus Rojo, Jesse Lingard, Luke Shaw og Antonio Valencia og þar af bara Valencia og Shaw sem eiga við langtímameiðsli að stríða. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin Lesefni Pistlar Ritstjóraálit

Reiðilestur Runólfs

Það hefur myndast mikil umræða í kommentakerfinu eftir Chelsea leikinn, þar sem menn eru að vissu leyti jákvæðir og aðrir neikvæðir, skiljanlega. Fyrr í desember skrifaði ég Mánudagspælingar sem voru í jákvæðari kantinum. Þar listaði ég upp nokkrar ástæður sem gætu orsakað bjartsýni varðandi Manchester United. Síðan þá hefur liðið hins vegar tapað fyrir Wolfsburg og þar af leiðandi dottið út úr Meistaradeildinni, einnig tapaði það fyrir Bornmouth, Norwich og Stoke áður en það gerði 0-0 jafntefli við Chelsea. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 0:0 Chelsea

Liðið sem átti að reyna að bjarga Louis van Gaal frá því að vera rekinn og, ekki síður, halda okkur í baráttunni um Meistaradeildarsæti leit svona út

1
De Gea
18
Young
12
Blind
4
Smalling
36
Darmian
31
Bastian
28
Schneiderlin
9
Martial
21
Herrera
8
Mata
10
Rooney

Varamenn:  Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Carrick, Fellaini, Pereira, Memphis.

Lið Chelsea:

Courtois
Azpilicueta
Terry
Cahill
Ivanovic
Matic
Mikel
Pedro
Oscar
Willian
Hazard

Fàbregas var með hita og fór ekki norður með Chelsea, sömuleiðis voru Rémy og Cahill meiddir.

Fyrsta hálftímann í leiknum sást United lið sem við höfum ekki séð í langan langan tíma. Lesa meira