United tók á móti Stoke í kvöld í alveg hörkuskemmtilegum leik. Já þið lásuð rétt, United spilaði vel í skemmtilegum knattspyrnuleik. Svo til að kóróna allt saman þá skoraði liðið í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni heldur tvisvar! Liðið skoraði svo úr skyndisókn. Tvisvar! Svei mér þá, ég held bara að ég sé orðinn hið opinbera lukkudýr United. Tvær upphitanir í röð, tveir sigrar og 6 mörk! Not too shabby.
Enska úrvalsdeildin
Stoke kemur í heimsókn í kvöld
Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég er fenginn til að skrifa tvær upphitanir í röð og það er gaman að velta fyrir sér er hversu mikið síðasti fótboltaleikur hefur áhrif á hugarfar manns þegar það kemur að því að hugsa til þess næsta.
Fyrir leikinn gegn Derby hafði United tapað 0-1 gegn Southampton í alveg afskaplega daufum leik sem Bjössi lýsti svona:
Þetta var hreint skelfilegur leikur af hálfu United. Allt það slæma sem við höfum verið að sjá í leikjum síðustu mánuða var kýrskýrt. Það er enginn hraði í leik liðsins, það skapast nær engin færi, og það er eins og miðjan geti ekkert gert til að skapa framávið.
Manchester United 0:1 Southampton
Lið United var svona, fátt sem kom á óvart nema hvað að Jesse Lingard fékk tækifærið en Juan Mata var settur á bekkinn. Adnan Januzaj fékk líka sæti á bekknum.
Bakvarðavandræði United hafa verið mikil undanfarið og fyrirfram leit út fyrir að með tvo bakverði í liðinu sem gætu spilað á sínum rettu köntum yrði þetta 4-2-3-1 sem fyrr. En þegar leikurinn fór af stað varð ljóst að í raun var Van Gaal að spila með þrjá haffsenta, Darmian kom innar og Borthwick-Jackson var framar og í raun vængbakvörður. Lingard var í svipaðri stöðu og Rooney og Martial fremstir í 3-5-2
Pep til United? + Southampton á morgun
Á morgun mætir góðvinur Louis van Gaal, Ronald Koeman með Southampton-liðið sitt á Old Trafford á morgun. Frá því að Southampton-liðið tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni árið 2012 hafa viðureignir þessara liða verið hin besta skemmtun og vonandi verður engin breyting þar á morgun.
En áður en ég fjalla um viðureignina á morgun verð ég að fá að snerta aðeins á sögusögnum sem fóru á fullt á Twitter í gær.
Liverpool 0:1 Manchester United
Manchester United stillti upp óbreyttu byrjunarliði frá leiknum við Newcastle á þriðjudaginn
Varamenn:Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Pereira, Mata, Memphis.
Lið Liverpool
Fyrstu tíu mínúturnar voru ansi frísklegar. United sótti þó nokkuð en skapaði lítið og það kom ekki á óvart að fyrsta færið var frá Liverpool. Lucas gaf langa sendingu fram sem Lallana komst fyrstur í en skallaði beint á De Gea sem var kominn vel út á móti. Firmino fékk síðan boltann en skaut framhjá. Rúmri mínútu síðar var Lucas aftur á ferðinni með flotta sendingu en Darmian komst vel fyrir Milner og skot Milner fór hátt yfir.