Á morgun mætir West Ham í heimsókn á Old Trafford. United hefur haft ágætis tök á West Ham í gegnum tíðina, sérstaklega á heimavelli, og ég held að við þurfum að fara einhver 5 ár aftur í tímann til að finna tapleik gegn Hömrunum, þá í deildarbikarnum gegn „varaliði“ United. Þó þetta verði án efa erfiður leikur, enda West Ham í spræklari kantinum þetta tímabilið, þá er þetta einn af þessum leikjum sem United verður hreinlega að vinna, tap eða jafntefli er bara ekki ásættanleg niðurstaða, ekki á Old Trafford. West Ham vörnin hefur lekið svolítið að mörkum á þessu tímabili og vegna meiðsla í hópnum verður framlínan hjá þeim mun bitlausari en áður (þessi setning á örugglega eftir að bíta mig í rassinn).
Enska úrvalsdeildin
Leicester 1:1 Manchester United
Liðið var nokkuð breytt frá því sem ég bjóst við. Marcos Rojo var meiddur og Paddy McNair kom inn í liðið. Það þýddi endurkomu hins heittelskaða 3-5-2 kerfis, með Darmian og Young á köntunum. Carrick kom inn fyrir Schneiderlin sem lofaði ekki góðu fyrir hraðann á miðjunni.
Leikurinn byrjaði enda ekki mjög fersklega, Leicester fékk að að halda boltanum sem þeir eru frekar óvanir og það var fátt um fína drætti hjá báðum liðum
Toppslagur við Leicester!
Toppslagur!
Það er orðið svolítið síðan síðast. En loksins mætir United í leik tveggja efstu liðanna í deildinni og þá er það Leicester City sem er mótherjinn!
Það er rúmt ár síðan United fór á King Power Stadium, spilaði blússandi sóknarleik og tapaði 3-5. Síðan þá hefur Louis van Gaal lagt áherslu á varnarleikinn svo mjög svö að einhverjum dettur í hug að reka manninn sem búinn er að koma okkur í annað sætið í deildinni og kemur okkur í það fyrsta með sigri á morgun.
Watford 1:2 Manchester United
United sigraði Watford með tveimur mörkum gegn einu í erfiðum útileik á Vicarage Road, heimavelli Watford.
Þetta var soldið öðruvísi leikur en við höfum komið til með að venjast á þessari leiktíð þar sem við höfum horft á United halda boltanum í óratíma án þess að ná að skapa mikið af góðum færum en stjórna hinsvegar leiknum gjörsamlega. Frammistaðan í dag minnti meira á United með Moyes stjórnvölinn þar sem liðin skiptu boltanum nokkuð jafnt á milli sín, sótt var á báðum endum, mikið um klaufamistök og hættuleg færi.
Spáum í spilið fer yfir leik United gegn Watford á morgun
Komið þið sæl og blessuð og verið öll hjartanlega velkomin í „Spáum í spilin“, þar sem tvö lið eru tekin fyrir og greind í frumeindir. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá erum við ekki oft á dagskrá, síðasti þáttur fór síðast í loftið apríl 2013 en við státum okkur af því að setja ávallt áhorfandamet í hvert sinn sem þáttur fer í loftið og er fastlega búist við því að það haldi áfram í dag.