Það hefur myndast mikil umræða í kommentakerfinu eftir Chelsea leikinn, þar sem menn eru að vissu leyti jákvæðir og aðrir neikvæðir, skiljanlega. Fyrr í desember skrifaði ég Mánudagspælingar sem voru í jákvæðari kantinum. Þar listaði ég upp nokkrar ástæður sem gætu orsakað bjartsýni varðandi Manchester United. Síðan þá hefur liðið hins vegar tapað fyrir Wolfsburg og þar af leiðandi dottið út úr Meistaradeildinni, einnig tapaði það fyrir Bornmouth, Norwich og Stoke áður en það gerði 0-0 jafntefli við Chelsea.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:0 Chelsea
Liðið sem átti að reyna að bjarga Louis van Gaal frá því að vera rekinn og, ekki síður, halda okkur í baráttunni um Meistaradeildarsæti leit svona út
Varamenn: Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Carrick, Fellaini, Pereira, Memphis.
Lið Chelsea:
Fàbregas var með hita og fór ekki norður með Chelsea, sömuleiðis voru Rémy og Cahill meiddir.
Fyrsta hálftímann í leiknum sást United lið sem við höfum ekki séð í langan langan tíma.
Leikur í gær, leikur á morgun – Chelsea á Old Trafford
Leikmenn og þjálfari United fá ekki langan tíma til að sleikja sárin og reyna að stoppa í götin eftir tapið sæma í gær. Englandsmeistarar Chelsea koma í heimsókn á Old Trafford á morgun og hugsa sér gott til góðarinnar að bæta við í verstu tapgöngu United í áratugi.
En það er ekki liðið í efsta sæti sem er að koma á morgun, það er liðið í 15. sæti. Eftir góðan sigur gegn Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Mourinho tók Guus Hiddink við og fór með Chelsea til Watford í gær og þurfti að hafa mikið fyrir 2-2 jafntefli þó að Oscar hefði svo sóað víti að hætti John Terry sem hefði tryggt þeim sigur.
Stoke City 2:0 Manchester United
Byrjunarliðið var svona:
Varamannabekkur; Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Pereira, Schneiderlin, Rooney.
Stoke City; Butland, Johnson, Shawcross, Wollscheid, Pieters, Cameron, Whelan, Shaqiri, Afelley, Arnautovic og Bojan (4-2-3-1)
Leikskýrsla dagsins verður í styttri kantinum. Leikurinn byrjaði í ágætis jafnvægi en ekki mikið um opin færi.
Svo komu hreint út sagt hörmulegar 5-6 mínútur. Fyrst ákvað Memphis að það væri góð hugmynd að skalls boltann 15-20 metra aftur til David De Gea, það heppnaðist ekki betur en Glen Johnson lagði boltann á Bojan sem potaði honum í netið framhjá Phil Jones og Chris Smalling.
Dómsdagur
Þið afsakið dramatíkina í fyrirsögninni, en að vissu leyti er leikurinn gegn Stoke á morgun svokallaður dómsdagur. Allavega fyrir þjálfara voran, Louis Van Gaal.
Eftir hreint út sagt hörmulegt gengi liðsins undanfarið þá er komið að hinni víðsfrægu jólatörn. Og ekki eru andstæðingarnir lakari en þeir sem hafa valtað yfir United undanfarið. Á morgun fer liðið til Stoke On Trent og keppir við Stoke City. Þann 28. desember kemur svo Chelsea í heimsókn á Old Trafford með nýjan þjálfara og eflaust mun meira sjálfstraust en undanfarnar vikur. Slúðurblöðin á Bretlandseyjum segja að ef liðið vinni ekki báða leikina þá fái Van Gaal að taka pokann sinn.