United stilti upp sama liði og á móti CSKA,
Varamenn: Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Schneiderlin, Herrera, Pereira, Memphis.
Lið WBA:
Það kom nákvæmlega ekkert á óvart að West Brom lagðist í vörn frá fyrstu mínútu og United pressaði eftir því, svo mjög að Pulis var farinn að reyna að fá sína menn til að fara aðeins framar. Það gekk þó frekar illa og leikurinn minnti eins og margir leikir United á handboltaleik þar sem United var að leika boltanum á milli leikmanna fyrir framan vörnina. Loksins þegar kortér var liðið af leik gátu þeir loksins fundið smá glufu á vörninni og Juan Mata átti ágætis skot utan úr teig, en náði ekki að sveigja boltann nógu mikið til að hann færi réttu megin við stöngina fjær.