Ég var einn af þeim sem hékk á Moyes vagninum allt of lengi, kallandi eftir því að hann fengi meiri tíma til að setja mark sitt á liðið. Eftir að hann var látinn fara þótti mér það auðvitað deginum ljósara að hlutirnir voru ekki, og voru aldrei að fara að ganga upp hjá honum. Það var ekki endilega leikstíllinn, þó mér hafi aldrei fundist hann ásættanlegur, heldur var það hreinlega vinnuframlag leikmanna á vellinum. Þeir virtust ekkert spenntir fyrir því að spila fyrir Manchester United og um leið og eitthvað á bjátaði gáfust menn bara upp og lögðust í kör, í stað þess að leggja gjörsamlega allt í sölurnar, sem var svo algegnt viðhorf undir stjórn Alex Ferguson.
Enska úrvalsdeildin
Norwich í heimsókn á Old Trafford
Streð síðustu vikna ætti, ef allt er með felldu, að taka sér smá frí á morgun. Norwich sem vermir þriðja neðsta sæti kemur í heimsókn og ætti undir öllum venjulegum kringumstæðum að verða auðveld bráð, En það eru erfiðir tímar á Old Trafford og sjálfstraustið er ekki beinlínis í hæstu hæðum.
Tveir slæmir tapleikir í röð komu á eftir þremur andlausum jafnteflum og það er vandfundinn United stuðningsmaður sem er enn stuðningsmaður Louis van Gaal sem stjóra. Venjulega myndi brottrekstur stjóra eins helsta keppinautar United í gegnum tíðina hressa United við verulega, en nú er Chelsea svo langt á eftir að það skiptir litlu og að auki er stór hópur sem nú sér José Mourinho á lausu og hugsar sem svo að þarna sé gráupplagt tækifæri að gá betri stjóra. Það er þrátt fyrir að Mourinho er enn á ný að sanna að þriðja tímabil hans hjá félagi sé alltaf slys og aðrir gallar, svo sem bolti sem jafnast á við Louis van Gaal bolta í leiðindum og enginn stuðningur við unglingastarf o.fl. séu í mínum huga nóg til að vilja ekki sjá hann.
Jóladagatal, 15. desember 2015, 9 dagar til jóla
2011 útgáfan af David De Gea
Nú fer að hitna í kolunum. Jólin eru svo rétt handan við hornið að niðurtalningin er komin í eins stafa tölur. Þetta er orðið rosalegt! Það liggur við að maður sé farinn að finna hangikjötslyktina í loftinu og finna bragð af hamborgarhrygg og jólaöli.
Jólasveinarnir halda áfram að streyma til byggða. Að þessu sinni kom hinn eitursvali Þvörusleikir til byggða. Hvað er sagt um þann fella?
Bournemouth 2:1 Manchester United
Varúð. Erfiður lestur framundan.
Áður en við snúum okkur að leik dagsins þá er vert að ræða aðeins blaðamannafund Louis van Gaal í gær. Hann sat misvel í mönnum. Sumir vildu meina að Van Gaal hefði í rauninni „púllað“ Moyes. En á blaðamannafundinum þá sagði hann í stuttu máli að krafa stuðningsmanna um að vinna titilinn [Meistaradeildina] væri óraunhæf, sem og að hann gæti aðeins stillt upp liðinu en ekki skorað mörkin. Sem er frekar fyndið þar sem Javier nokkur Hernandez getur ekki hætt að skora (skoraði meðal annars þrennu í dag) og James Wilson er búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Brighton. Grein um fréttamannafundinn má lesa hér.
Suður til Bournemouth á morgun
Við höfum öll hugsað nóg um Þýskalandsför United í vikunn og best að gleyma henni og snúa sér að deildinni. Á morgun verða United piltarnir mættir á Dean Court í Bournemouth, þeim ágæta suðurstrandarbæ, og takast þá á við Öskubuskulið síðustu ára
AFC Bournemouth
Fyrir sjö árum lenti AFC Bournemouth í 21. sæti í League Two. Þeir höfðu fallið árið áður m.a. vegna stigafrádráttar vegna fjárhagsvandræða, og frekari frádráttur skilaði þeim í þetta 21. sæti. Liðið slapp þó við fall í næstsíðasta leik og nýr eigandi tók við um sumarið. Eddie Howe hafði tekið við liðinu í botnsæti um miðjan vetur, þá 32 ára, og bjargað þeim svo snarlega frá fallega og nú kom hann því í 2. sæti og upp um deild. Howe skrapp síðan til Burnley en kom aftur innan við tveim árum síðar og leiddi liðið upp í Championship deildina, staldraði við eitt ár þar og síðasta vetur unnu þeir Championship deildina og eru því mótherjar okkar á morgun.