United tók á móti Sunderland í dag á Old Trafford. Þessi sjöunda umferð byrjaði á leik Tottenham og City og gerðu Spurs menn sér lítið fyrir og unnu toppliðið sannfærandi með fjórum mörkum gegn einu í leik þar sem hvorki meira né minna en þrjú rangstæð mörk voru skoruð.
Þessi úrslit urðu þess valdandi að með sigri í dag gæti United rænt toppsætinu af City og að liðið yrði þá í fyrsta skipti, síðan Ferguson ákvað að hætta sem stjóri, í toppsæti deildarinnar. Það voru því engar ýkjur þegar maður segir að þessi leikur fór úr því að vera mikilvægur yfir að vera algjör MÖST-WIN fyrir Van Gaal og félaga sem horfðu tapleik City.