United sigraði Watford með tveimur mörkum gegn einu í erfiðum útileik á Vicarage Road, heimavelli Watford.
Þetta var soldið öðruvísi leikur en við höfum komið til með að venjast á þessari leiktíð þar sem við höfum horft á United halda boltanum í óratíma án þess að ná að skapa mikið af góðum færum en stjórna hinsvegar leiknum gjörsamlega. Frammistaðan í dag minnti meira á United með Moyes stjórnvölinn þar sem liðin skiptu boltanum nokkuð jafnt á milli sín, sótt var á báðum endum, mikið um klaufamistök og hættuleg færi.