Manchester United hefur verið á góðu skriðu undanfarið, svo góðu að liðið situr á toppnum í fyrsta sinn í alltof alltof langan tíma. Á næstu vikum munum við þó fyrst sjá hvað er spunnið í liðið og hvort að LvG & co geti gert alvöru atlögu að titlinum eða ekki. Október er nefnilega ansi strembinn:
Landsleikjahléið sker mánuðinn auðvitað í sundur en það er þétt leikið frá og með 17. október þegar United fer til Everton. Eins og sjá má eru spilar United þrjá af erfiðustu útileikjum tímabilsins í óktóber, gegn Arsenal, Everton og Crystal Palace. Þar að auki er heimaleikur gegn City og inn í þetta blandast Meistaradeildin og Deildarbikarinn.