United vann gríðarlega mikilvægan sigur á Crystal Palace á útivelli í dag, 1-2 urðu lokatölur eftir nokkuð strembinn leik. Fyrir leik bárust þau tíðindi að Angel Di Maria hefði meiðst á æfingu í vikunni og Robin van Persie hefði orðið fórnarlamb hálsbólgunnar sem var að ganga hjá United í vikunni. Það var því ekki mikið svigrúm fyrir breytingar og var eftirfarandi liði stillt upp:
Enska úrvalsdeildin
Crystal Palace á Selhurst Park á morgun
Í gær fengum við ansi skemmtileg sprengju þegar tilkynnt var að félagið hefði gengi frá kaupum á Memphis Depay frá PSV. Hann kemur í sumar og það er frábært að sjá hvað menn ætla sér að vera snemma í að ganga frá þessum málum, eitthvað sem menn hafa klárlega lært af síðustu tveimur sumrum. Næsta tímabil er því ofarlega í huga hjá stjórnarmönnum Manchester United en það þarf þó að klára tímabilið sem er í gangi áður en menn missa sig alveg í hugleiðingum um alla titlana sem United ætlar að vinna á næsta tímabili.
Manchester United 0:1 West Brom
Til að byrja með vill ritstjórn votta Rio Ferdinand og fjölskyldu alla sína samúð en Rebecca Ellison, eiginkona hans, lést í nótt eftir stutta baráttu við krabbamein. Á 5. mínútu leiksins klöppuðu stuðningsmenn liðsins og sungu nafn hennar. Gífurlega vel gert hjá stuðningsmönnum liðsins. Einnig spiluðu leikmenn með svört sorgarbönd.
En að leiknum, Van Gaal stillti upp þessu liði gegn lærisveinum Tony Pulis.