Louis van Gaal sá ekki ástæðu til að breyta til að ráði frekar en fyrri daginn. Eina breyting var sú að Bastian Schweinsteiger byrjaði sinn fyrsta leik fyrir United í stað Michael Carrick.
Varamenn: Johnstone, McNair, Valencia, Carrick, Herrera, Young, Chicharito.
Newcastle stillir svona upp
United byrjaði af krafti og Memphis stakk á Rooney strax á fjórðu mínútu, en ranglega dæmd rangstaða hindraði Rooney í að opna markareikninginn. Liðið var að spila ans i góðan bolta, Mata, Januzaj og Memphis náðu vel saman og voru að hrókera stöðum. Færin komu íka, Mata úr aukaspyrnu, og síðar skot úr teig sem Krul varði vel, og svo átti Rooney að gera aðeins betur með sínu skoti en Krul varði það vel.