Loksins fer boltinn að rúlla aftur og á morgun kl 11.45 kemur Tottenham Hotspur í heimsókn á Old Trafford.
Spennan fyrir að sjá fyrsta leik hefur sjaldan verið meiri. Breytingarnar á liðinu hafa verið fáar en stórar og við megum búast við að sjá 3 til 4 nýja leikmenn í fyrsta sinn í alvöru leik. Sú ákvörðun Van Gaal að stilla upp liðinu á undirbúningstímabilinu að stórum hluta eins og hann bjóst við að sjá það í fyrsta leik þýðir að það er auðvelt að giska á hvert byrjunarliðið verður