Við fengum að að vera með í veislu hér í dag þegar Manchester United tók á móti Tottenham. Tottenham sá aldrei til sólar því að leikmenn okkar einokuðu sviðsljósið. Heitasti framherji deildarinnar og besti leikmaður deildarinnar í janúar- og febrúar var aldrei með. Ein besta miðja deildarinnar hitti fyrir Michael Carrick og United styrkti stöðu sína í baráttuna um 2.-4. sæti.
Enska úrvalsdeildin
Tottenham mætir á Old Trafford á sunnudag
Eru ekki allir búnir að hlusta á 7. þátt af Podkastinu okkar? Eða kíkja á lespakka vikunnar sem er ansi þéttur í þetta skiptið? Mæli með því áður en lestur hefst á þessari uppphitun fyrir Tottenham-leikinn á sunnudaginn.
Eins og margoft hefur komið fram er leikjadagskráin hjá United út tímabilið ansi strembin. Einhver tók sig til og reiknaði hvaða lið í deildinni ætti erfiðuðustu dagskránna út frá meðalstöðu andstæðinganna í þeim leikjum sem eftir eru:
Newcastle 0:1 Manchester United
Nú þegar baráttan um 3-4. sæti hefur harðnað all svakalega þá var vitað að ekkert nema sigur kæmi til greina í kvöld.
Byrjunarliðið
Liðið sem mætir Newcastle
Liðið er komið, enginn Falcao í byrjunarliði en Di María byrjar.
Bekkur: Lindegaard Jones McNair Carrick Mata Januzaj Falcao
Lið Newcastle: Krul, Janmaat, Coloccini, Williamson, R.Taylor, Obertan, Sissoko, Abeid, Ameobi, Riviere, Cisse
Heimsókn til St. James’ Park
Síðast mættust United og Newcastle á öðrum degi jóla. Sá leikur fór fram á Old Trafford og vannst 3:1. Það reyndist eini sigurinn í þeirri jafnteflissúpu sem jólatörnin reyndist vera. Newcastle hefur í millitíðinni farið í gegnum stjóraskipti eftir að Alan Pardew (Pardieu) stakk af og fluttist til London og tók við taumunum hjá Crystal Palace. Eftirmanni hans, John Carver, hefur ekki gengið neitt sérstaklega með liðið en Newcastle er þó í 11. sæti. Ekki amalegur árangur hjá liði sem virðist gera upp á bak reglulega. Á sama tíma hefur gengi United verið töluvert ólíkara en liðið er í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti og enn með í bikarnum.