Liðin sem hófu leikinn
Manchester United
Bekkur: Valdes, Blackett, Januzaj, Pereira, Di Maria, van Persie, Falcao
Everton
Bekkur: Robles, Kone, Mirallas, Naismith, Besic, Garbutt, Alcaraz
Magnús Þór skrifaði þann | 17 ummæli
Bekkur: Valdes, Blackett, Januzaj, Pereira, Di Maria, van Persie, Falcao
Bekkur: Robles, Kone, Mirallas, Naismith, Besic, Garbutt, Alcaraz
Magnús Þór skrifaði þann | 3 ummæli
Fregnir frá Þýskalandi segja að United sé að ná samkomulagi við Dortmund um kaup á Ilkay Gundogan
Heimamenn hafa verið duglegir að hala inn stig að undanförnu eða 13 stig í 5 leikjum. Fram að því var stigasöfnunin 28 stig í 28 leikjum sem er afleit tölfræði fyrir lið sem stefndi pottþétt að meistaradeildarsæti. Markaskorunin hefur dreifst nokkuð vel í síðustu leikjum en liðið er þó ekki að skora mikið af mörkum. Í síðustu 3 leikjum hafa þeir einungis skorað 1 mark í leik en þó hlotið 7 stig. Það segir manni að vörnin hjá þeim virðist vera farin að smella saman en rétt er samt að taka fram að í síðustu 3 leikjum hafa þeir mætt Southampton, Swansea og Burnley. Lesa meira
Það er erfitt að vera eitthvað dapur yfir tapi Manchester United á Stamford Bridge í dag. United spilaði vel, alveg á pari við þá leiki sem liðið hefur spilað undanfarið. Van Gaal sagði meira að segja eftir leikinn að þetta hafi verið besti leikur United í vetur. Hvort það sé nú rétt eða ekki þá er Chelsea alveg spes í því hvernig þeir spila, þeirra leikur snýst alfarið um að vera þéttir fyrir [footnote]PARK THE BUS![/footnote] og nýta sér þau mistök sem mótherjinn gerir. Í dag gerði United tvö mistök, eitt af þeim skapaði mark Chelsea og í hinu tilfellinu endaði boltinn í þverslánni hjá okkar mönnum. Að öllu öðru leyti stjórnaði United öllu á vellinum án þess þó að finna markið sem vantaði svo sárlega. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 19 ummæli
Þetta er búið að vera hreint ótrúlega gaman undanfarið! Sex sigurleikir í röð í deildinni, liðið verið meiðslalaust og farið að ná saman, leikaðferðin að smella, og meira að segja skemmtileg spilamennska.
En við vissum að þessi gríðarerfiða leikjahrina myndi enda á einum þeim erfiðasta. Síðustu 11 árin hefur United tvisvar unnið á Stamford Bridge. Í Meistaradeildinni vorið 2011 tryggði Wayne Rooney liðinu sigur með þessu marki Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 16 ummæli
Hvar byrjar maður? Á liðunum kannski. United stillti upp eftirfarandi liði:
Bekkur: Valdes, Rafael, Rojo, McNair, Januzaj, Di Maria, Falcao
City-liðið var svona.
Bekkur: Caballero, Mangala, Kolarov, Fernando, Nasri, Lampard, Dzeko
Það var augljóst í vikunni sem leið að United-menn væru sigurvissir fyrir þennan leik og ég var sannarlega einn af þeim. Þegar nær dró leik var þó alltaf einhver rödd aftan í kollinum sem sagði manni að City-menn myndu mæta dýrvitlausir í þennan leik eftir vonbrigði síðustu umferða. Kannski, bara kannski, myndu okkar menn leyfa sér smá værukærð eftir frábært gengi undanfarið. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!