Síðast mættust United og Newcastle á öðrum degi jóla. Sá leikur fór fram á Old Trafford og vannst 3:1. Það reyndist eini sigurinn í þeirri jafnteflissúpu sem jólatörnin reyndist vera. Newcastle hefur í millitíðinni farið í gegnum stjóraskipti eftir að Alan Pardew (Pardieu) stakk af og fluttist til London og tók við taumunum hjá Crystal Palace. Eftirmanni hans, John Carver, hefur ekki gengið neitt sérstaklega með liðið en Newcastle er þó í 11. sæti. Ekki amalegur árangur hjá liði sem virðist gera upp á bak reglulega. Á sama tíma hefur gengi United verið töluvert ólíkara en liðið er í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti og enn með í bikarnum.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:0 Sunderland
Þetta hafðist fyrir rest og heimasigur í höfn. Þessa leiks verður þó líklega helst minnst fyrir það að vera leikurinn þar sem United fann upp nýja hornataktík: Að koma boltanum úr horni eins hratt til David de Gea og hægt er. Mikið var deilt um hvernig liðinu yrði stillt upp inni á vellinum og sitt sýndist hverjum. Liðið hóf þó leik nokkurnveginn svona:
Bekkur: Lindegaard, McNair, Carrick, Fellaini (Falcao), Mata (Rooney), Januzaj (Di Maria), Wilson.
Sunderland mætir á Old Trafford á morgun
Það var ansi þungt í manni hljóðið eftir leikinn gegn Swansea um síðustu helgi. Þetta fer fljótt að verða að klisju en liðin í baráttunni um Meistaradeildarsætin mega ekki misstíga sig mikið það sem eftir er af tímabilinu. Það var því alveg grautfúlt að missa þennan leik niður í tap, sérstaklega í ljósi þess að Liverpool og Arsenal unnu sína leiki en þetta virðast vera okkar helstu andstæðingar um 3-4. sæti. Staðan er einfaldlega þannig að United má helst ekki tapa leik það sem eftir er tímabilsins, eða hvað?
Swansea 2:1 Manchester United
Louis Van Gaal heldur áfram að koma á óvart. Liðið sem byrjaði leikinn gegn Swansea var eftirfarandi:
Bekkur: V.Valdes, C.Smalling, A.Januzaj, J.Mata, A.Valencia, A.Young, R.Falcao
Leikurinn byrjaði fjörlega, strax á 4. mínútu fengu Swansea menn hornspyrnu sem endar með því að Ander Herrera bjargar á línu frá Batafemi Gomis. Stuttu síðar fékk Gomis annað færi en þá skallaði hann yfir.
‘Must-win’ leikur í Wales
Á morgun fer Manchester United til Wales og mætir þar Swansea í leik sem verður að vinnast. Ástæðan er sú að liðin fyrir aftan United í töflunni eru farin að nálgast óðfluga og það verður að segjast að við nennum ekki öðru tímabili þar sem það eru engir Evrópuleikir á þriðjudögum eða miðvikudögum (tek það fram að ég hef engan áhuga á Evrópuleikjum á fimmtudögum).