Manchester United átti hrikalega slakan leik í kvöld en unnu samt einhvern veginn 3:1 og eru þriðja sæti, fimm stigum á eftir City. Næstu þrír leikir í deildinni eru útileikur gegn Swansea, Sunderland á Old Trafford og svo heimsókn á St James’ Park. Það er algjört lykilatriði að fá hámarksstig úr þessum leikjum. Eftir þá hefst stórleikjahrina þar sem vonandi verði komið á gott skrið.
Enska úrvalsdeildin
Byrjunarliðið gegn Burnley
Athyglisvert lið sem hér er stillt upp. Miðja og sókn er óbreytt frá því sem var á sunnudag en ef eitthvað er að marka hvernig United tístir liðsröðinni, og það er það oft, þá gæti þetta litið svona út:
Varamenn: Valdes, Smalling, Valencia, Fellaini, Herrera, Mata, Wilson
Burnley heimsækir Old Trafford í kvöld
Eftir úrslitin í gær verða United nauðsynlega að fá þrjú stig í kvöld.
Eftir 2-1 sigur Arsenal á Leicester þá eru þeir komnir uppfyrir okkur í töflunni. Á sama tíma sigraði Liverpool Tottenham 3-2 og eru nú aðeins tveimur stigum frá United en Tottenham aðeins einu. Liðin hafa þó leikið leik meira þannig að sigur gegn fallbaráttu liði Burnley myndi gera heilmikið.
West Ham 1:1 Manchester United
Eftir viðburðaríkan gærdag þar sem City, Arsenal og Liverpool töpuðu öll stigum en Southampton og Tottenham hirtu öll þrjú, þá var staðan í deildinni í kringum 3ja sætið orðin ansi þétt og gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, komast aftur upp fyrir Southampton og vera þá aðeins þrem stigum á eftir City.
Á myndinni hér til hliðar sést hvernig liðin röðuðu sér á stigin og hversu þétt þetta allt er. Eins og við höfum minnst á eru næstu leikir United auðveldari á pappírnum en leikir hinna liðanna og sigur í dag hefði getað gert mikið fyrir liðið.
Stóri Sámur og West Ham á morgun
Á morgun verður United í austurhluta Lundúna og tekst á við það sem var þangað til nýlega spútniklið West Ham. Leikurinn hefst örlítið seinna en venjulega, kl 16:15. Í síðustu sex leikjum hafa Hamrarnir hins vegar tapað fyrir Chelsea, Arsenal og Liverpool og gert jafntefli við West Bromwich og Swansea. Eini sigur þeirra í þessari hrinu var gegn lánlausu liði Hull.
View image | gettyimages.comDiafra Sakho, ekki í leik með Senegal