Louis van Gaal kom enn á óvart og endurvakti enn á ný 3-4-1-2
Á varamannabekknum: Lindegaard, Evans, Herrera, Fletcher, Januzaj, Wilson, Falcao
Lið Southampton:
Björn Friðgeir skrifaði þann | 19 ummæli
Louis van Gaal kom enn á óvart og endurvakti enn á ný 3-4-1-2
Á varamannabekknum: Lindegaard, Evans, Herrera, Fletcher, Januzaj, Wilson, Falcao
Lið Southampton:
Björn Friðgeir skrifaði þann | 11 ummæli
United liðið er komið á suðurströnd Englands þar sem þeir mæta liðið Southampton á morgun. Ásamt með West Ham sem tyllti sér í 3ja sætið tímabundið í dag er lið Southampton spútniklið haustsins. Eftir sölur sumarsins kom Southampton út í 35m punda hagnaði, seldu menn fyrir 93m en keyptu á móti fyrir 58 milljónir.
Flestir bjuggust við döpru gengi Southampton eftir að margir bestu leikmenn liðsins höfðu verið seldir en það hefur sannarlega ekki komið á daginn. Nýr framkvæmdastjóri liðsins, Ronald Koeman, hefur sett saman þrælskemmtilegt lið þar sem þessar 57 milljónir hafa nýst vel og nýju mennirnir Dušan Tadić, Graziano Pellè, Shane Long og markvörðurinn Fraser Forster hafa allir komið sterkir inn. Vörn Southampton hefur verið sú þéttasta í vetur og augljóst að Dejan Lovren var ekki ómissandi. Gamli jaxlinn José Fonte er nú lykilmaður þar. Lesa meira
Magnús Þór skrifaði þann | 14 ummæli
Þessi sigur í kvöld var ekki öruggur en hann var algjörlega sanngjarn. Það er samt varla fyrirgefanlegt að misnota svona góð færi í leik og það var næstum búið að kosta 2 stig en United getur þakkað David de Gea fyrir enn eina snilldar vörsluna, en hversu mörgum stigum ætli hann sé búinn að bjarga á tímabilinu? Stuttu síðar bjargaði Ashley Young á marklínu en boltinn var kominn með rúmlega hálfur yfir línuna. Lesa meira
Magnús Þór skrifaði þann | 6 ummæli
Annað kvöld kemur í ljós hvort United séu komnir á beinu brautina þegar Sparky kemur í heimsókn með Stoke City. Eftir 0-1 tapið gegn City hafa United unnið 3 leiki í röð sem hefur ekki gerst síðan fyrir ári.
Það má vel vera að David Moyes hafi verið með aðeins fleiri stig á þessum tíma í fyrra en það var áður en honum tókst að rífa liðið í meðalmennskuna sem einkenndi liðið eftir áramót. Munurinn er líka sá að liðið er sífellt að bæta sig og mun ekki síður gera það þegar menn koma tilbaka úr meiðslum. Lesa meira
Loksins kom þægilegur og stresslaus laugardagur fyrir framan sjónvarpið. Okkar menn voru á tánum í dag gegn Hull City, virtust afslappaðir á boltanum og fullir sjálfstrausts. Van Gaal plataði alla (sérstaklega Steve Bruce) með því að láta okkur halda að hann ætlaði að byrja leikinn með 3 manna vörn, en þegar leikurinn fór af stað kom í ljós að liðið leit svona út:
Bekkurinn: Lindegaard, Blackett, McNair, Fletcher, Herrera, Januzaj, Falcao. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!