Flokkast kannski ekki sem okkar besti leikur en þrjú mörk, þrjú stig og þriðja sætið skora samt ansi hátt á ánægjuskalanum mínum. Fyrri hálfleikurinn var samt umtalsvert betri en sá síðari. Shaw fékk loksins að sjá nafnið sitt í byrjunarliðinu sem og Januzaj og spilaði Mark Schwarzer, sem er nýkominn frá Chelsea, sinn fyrsta deildarleik fyrir Leicester. Á föstudag fengum við svo þær fréttir að Carrick hafi meiðst og verður frá í amk fjórar vikur sem er svo sannarlega skarð fyrir skildi.
Enska úrvalsdeildin
Leicester City – Old Trafford – Laugardagur.
Við eigum harma að hefna gegn Leicester sem eru að koma á Old Trafford á morgun. Við máttum þola alveg sérstaklega óþolandi tap gegn þeim í fyrri leik þessara liða. Leikurinn var spilaður 21. september og var annar leikurinn sem liðið spilaði eftir lokun sumargluggans. Hinn leikurinn var gegn QPR þar sem liðið sundurspilaði máttlaust lið QPR og vann 4-0. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu vonaði maður því að framtíðin yrði eins og QPR-leikurinn. Öll sumarkaupin komin í hús, allt klárt.
QPR 0:2 Manchester United
Fyrri hálfleikur
Þessi leikur fór ekkert sérstaklega af stað. Og greinilegt að það hentaði QPR bara ágætlega að spila gegn þessari 3-5-2 taktík. En þegar aðeins var liðið á hálfleikinn átti Falcao gott færi eftir fína sendingu frá Mata en Green í marki QPR varði vel.
View image | gettyimages.comEn fyrir utan þetta þá var sóknaruppbygging hæg og fyrirsjáanleg. Fyrir utan ótalmörg skipti þar sem boltanum var hreinlega leikið til andstæðinga. Rooney var slakur á miðjunni og Di Maria augljóslega ekki framherji og óskiljanleg tilraun til að spila honum sem slíkum hélt áfram í dag. Markalaus fyrri hálfleikur staðreynd.
QPR heimsótt
Eftir ótrúlega svekkjandi leik gegn Southampton kemur leikur sem United á að vinna. Með fullri virðingu fyrir QPR þá eru þeir einfaldlega eitt að slakari liðum deildarinnar. Þessa stundina sitja þeir í næst neðsta sæti deildarinnar.
Louis van Gaal verður án Robin van Persie sem er að jafna sig eftir ökklameiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik. Þetta er gullið tækifæri fyrir Falcao að komast í gírinn en ef Wilson byrjar á hans kostnað þá lítur það ekki vel út uppá framhaldið. Mín persónulega skoðun er sú að Falcao eigi að byrja á morgun.
Manchester United 0:1 Southampton
Loksins voru allir, nema einn, heilir og Louis van Gaal gat á pappír stillt upp sínu besta liði. En hann er sem fyrr ekki í því að henda mönnum í djúpu laugina eftir meiðsli og því var t.d. Rojo ekki með.
Af einhverjum ástæðum heldur Van Gaal sig samt enn við 3-5-2 og í þetta skiptið var uppstillingin verulega einkennileg. Di María var allt í einu orðinn fremsti maður og Falcao var ekki einu sinni á bekknum.