Loksins aftur komin helgi og leikur á morgun! Og nú er það stórleikur. Dýrlingarnir mæta á svæðið og þarf að fara langt aftur í tímann til að þessi leikur hafi verið leikur tveggja toppliða. Fyrir rúmum 30 árum endaði Southampton í 2. sæti í 1. deild sem er besti árangur þeirra í deild. Það ár endaði United í fimmta sæti en þegar United tók á móti Southampton 21. janúar 1984 var United í öðru sæti en Southampton í fimmta. Sigur þá hélt United í öðru sætinu en tveir sigrar í síðustu 11 leikjunum sáu til þess að það árið var ekki sigursælt hjá okkar mönnum.
Enska úrvalsdeildin
Stoke City 1:1 Manchester United
United byrjaði með nær óbreytt lið í þriðja leiknum á átta dögum, Valencia er meiddur og Shaw kom inn og Young skipti um kant. Grey Rafael er ekki í náðinni, og maður er farinn að trúa að slúðri um að við séum á eftir Coleman sé rétt. Smalling kom í liðið fyrir McNair eins og ég spáði og þetta er því 25. miðvarðasamsetning okkar á tímabilinu
Á bekknum: Lindegaard, Blackett, Rafael, Fletcher, Herrera, Januzaj, Wilson
Stoke City á nýju ári
Árið 2014 er að renna skeið sitt á enda. Og þvílíkt ár. United hóf árið í sjötta sæti, tveim stigum á eftir Liverpool og þrem á eftir Everton, og það var ekki öll nótt úti fyrir David Moyes. Við endum árið í þriðja sæti, þrem stigum á undan liðinu í fjórða, með nýjan stjóra, nýja leikmenn uppá 165 milljónir punda og einn dýrasta framherja í heimi að auki að láni. Það er óhætt að segja að það gefi síðasta ári ekkert eftir í sviptingum.
Tottenham 0:0 Manchester United
Hvernig skoruðum við ekki í þessum leik?
Byrjunarliðið var svona. Óbreytt frá sigurleiknum gegn Newcastle á annan í jólum.
Bekkur: Lindegaard, Rafael, Smalling, Shaw, Fletcher, A.Pereira, Wilson.
Tottenham:
Bekkur: Vorm, Dier, Walker, Lamela, Dembele, Paulinho, Soldado
Tottenham getur líklega þakkað Hugo Lloris fyrir það að United hafi ekki kafsiglt Tottenham í fyrri hálfleik og gert út um þennan leik. Við fengum fjöldamörg færi og þrátt fyrir að vera með Robin van Persie, Wayne Rooney, Juan Mata og Radame Falcao í fremstu víglínu vantaði meiri gæði í að klára færin.
JólaUnited mætir JólaTottenham á morgun.
Það er skammt stórra högga á milli. Eftir fín úrslit í gær eru Louis van Gaal og félagar væntanlega á leið til London þar sem útileikur gegn Tottenham bíður Manchester United. Þessi jólageðveiki er kannski ekki alveg það besta fyrir leikmennina en sem stuðningsmaður er þetta auðvitað bara snilld. Þó að tíminn týnist iðulega í jólafríinu er auðvelt að benda á að hvað þessi leikjadagskrá er galin með því að ímynda sér að þetta prógram væri t.d. sett á í mars. Getið þið ímyndað ykkur United spila leik á föstudegi og svo strax aftur á sunnudegi? Sú var raunin þessi jól og viðbúið að einhver þreyta sitji eftir í okkar mönnum. Eðlilega.