Enn og aftur vinnur Manchester United leikinn sem þeir spila á annan í jólum. Sannkölluð jólahefð. Sigurinn í dag var í þægilegri kantinum en Van Gaal stillti liðinu svona upp:
Fletcher kom inn á fyrir Carrick, Wilson inn á fyrir Falcao og Rafael inn á fyrir Valencia.
Leikurinn byrjaði helst til rólega og Newcastle voru sáttir með að sitja til baka. Þrátt fyrir það fékk Rooney fínt færi eftir aðeins 3. mínútur þegar Mata lyfti boltanum yfir Newcastle vörnina en Rooney var flaggaður rangstæður. Annars var það helst að stuðningsmenn Manchester United sungu hástöfum jólalagið um Eric Cantona. Þó hann sé löngu hættur þá er aðeins einn kóngur!