Jæja. Chelsea á sunnudaginn, City á morgun. Þetta er alvöru.
Eftir að hafa gjörsamlega átt þessa viðureign þegar City var ekki að spila í 2. deild hafa tímarnir aðeins breyst. Eins og allir vita hafa æðstu ráðamenn í Abu Dhabi dælt olíupeningum sínum eins og enginn væri morgundagurinn í þetta City-lið og afraksturinn er þokkalegur. Tvær titlar og einhverjir aðrir bikarar. City hefur líka átt þessa viðureign undanfarin ár. Þeir gjörsamlega snýttu Manchester United liðinu hans David Moyes í báðum leikjum í fyrra. Unnu okkur eftirminnilega 6-1 um árið. Þeir eru auðvitað ríkjandi meistarar og við erum ennþá að ná áttum eftir að Sir Alex fór af svæðinu. Alexander Kolarov var greinilega með þetta í huga þegar hann lét eftirfarandi flakka í viðtali um daginn: