Þessi viðureign á síðasta tímabili situr ennþá í mér. Hún fór fram í byrjun desember í fyrra. United var enn í þokkalegri stöðu í deildinni og var að fara að fá leikjatörn sem leit þægilega út á pappír. Það þurfti bara að fara fyrst í gegnum Everton. Everton var að spila vel undir stjórn arftaka David Moyes. Framtíðarfótbolta sem var gaman að horfa á. United var að spila sæmilega undir stjórn arftaka Sir Alex Ferguson. Fortíðarbolta sem var leiðinlegt að horfa á. Ef það var eitthvað sem gat hjálpað David Moyes var það sigur gegn sínu gamla félagi. Það er skemmst frá því að segja að United yfirspilaði Everton í þeim leik en allt kom fyrir ekki, boltinn vildi hreinlega ekki inn þrátt fyrir fjölmörg færi. Auðvitað náði svo Everton að pota boltanum inn á 90. mínútu og hirða alveg einstaklega óverðskulduð þrjú stig. Við þekkjum framhaldið. Þessi Everton-leikur fór hrikalega í taugarnar á mér. Þessvegnar var sigurinn í dag alveg einstaklega sætur.
Enska úrvalsdeildin
Everton í heimsókn
Góðan daginn kæru lesendur. Hér er á ferðinni mín fyrsta upphitun á síðunni svo hún gæti verið í lengri kantinum. Biðst fyrirfram afsökunar á því.
Á sunnudaginn kemur Roberto Martinez með Everton í heimsókn á Old Trafford Á síðasta tímabili gekk United vægast sagt illa gegn Everton, 0-1 tap á heimavelli og 2-0 tap á útivelli. Skelfing. Ef við gleymum leiknum í fyrra þá þurfum við að fara aftur til 1992 til að finna síðasta sigurleik Everton á Old Trafford. Þetta eru 20 leikir á milli sigurleikja og af þessum 20 leikjum vann United 17 þeirra. Eins og alþjóð veit þá endurtekur sagan sig alltaf, svo nú er komið að öðrum 20 leikjum í röð án taps gegn Everton.
Man Utd 2:1 West Ham
Margir voru eflaust smeykir við leikinn í dag enda var vitað að vörnin yrði án Phil Jones, Jonny Evans og Chris Smalling sem ótrúlegt en satt eru meiddir. Til að bæta ofan á það þá er leikjahæsti varnarmaður liðsins á tímabilinu Blackett er í leikbanni. Því var vitað að vörnin yrði skipuð mönnum sem ekkert hafði leikið saman. Spurning var bara hvort það yrði Tom Thorpe eða Paddy McNair sem myndu þreyta frumraun sína ásamt Luke Shaw. David de Gea lék sinn 100. leik fyrir United í dag.
West Ham á morgun
Vika er langur tími í fótbolta. Fyrir viku var ég gríðarspenntur fyrir leik helgarinnar og það fór eins og það fór. Vörn United fór í fri og síðan þá hafa þrír United varnarmenn helst úr lestinni og allt hefur snúist um það hversu vitleysisleg innkaupastefnan var í sumar og jafnvel hvenær reka eigi Van Gaal.
Bull og vitleysa segi ég og skrifa og nóg af þessari vitleysu. Skoðum liðið á morgun:
Leicester City 5:3 Manchester United
Jæja, þá höfum við svarið við hvort QPR leikurinn var ný byrjun: VIð eigum eina bestu sókn í deildinni en einhver slakasta vörn deildarinnar er líka okkar. Þetta var hreint skelfilegt. Og einhver versta dómgæsla sem maður hefur séð var ekki að hjálpa