Það fyrsta sem maður gerir þegar leikjadagskráin fyrir hvert tímabil er birt er að athuga hvenær Manchester United keppir við Liverpool. Leikjadagskráin fyrir þetta tímabil kom út 18. júní og þá kom í ljós að við myndum mæta Liverpool helgina 13/14. desember. Nú er sú helgi framundan. Á sunnudaginn mætum við Liverpool á Old Trafford.
Eins og Sigurjón orðaði það í síðasta þætti af Podcastinu okkar á United alltaf harma að hefna gegn Liverpool. Í þetta skiptið eigum við þó kannski örlítið meiri ástæðu en venjulega til þess vilja fara með sigur af hólmi á sunnudaginn.