Þar sem þessi leikur var í samkeppni við málningu að þorna um hvort væri leiðinlegra ætla ég bara að koma með nokkra punkta um leikinn í dag og liðið almennt.
#454369042 / gettyimages.com- Ángel Di Maria leit vel út og það verður ennþá skemmtilegra að sjá hann þegar sterkasta lið verður veljanlegt.
- Darren greyið Fletcher er ekki að eiga góða leiki. En til að vera sanngjarn þá er alltof mikið lagt á hann sem eina leikhæfa djúpa miðjumann liðsins.
- Mér fannst Ashley Young ágætur í dag og framan af leik var hann einn af þeim sem virkilega reyndi eitthvað og hefði í rauninni átt að fá amk eina vítaspyrnu í leiknum.
- Mikið svakalega eiga Mata, van Persie og Rooney illa saman. Van Persie virkaði stirður, Rooney var ósýnilegur og Mata átti einn slappasta leik sinn fyrir Man Utd.
- Vörnin var virkilega óstyrk í dag, sérstaklega framan af leik. Jonny Evans á sínum degi er fínn hafsent en hann verður að hafa leiðtoga með sér í vörninni. Tyler Blackett sem er minnst reyndur af miðvörðunum hefur leikið ágætlega það sem af er.
- Langaði gráta þegar Anderson kom inná fyrir Di Maria.
- Antonio Valencia var enn og aftur skelfilegur. Fyrirgjafirnar gætu ekki verið verri þó hann væri með bundið fyrir augun.
- David de Gea var mjög traustur í dag og þurfti að spila sem sweeper-keeper framan af leik þegar vörnin var hvað lekust.
- Spilið og flæðið í liðinu bættist enn og aftur með innkomu Danny Welbeck.
Maður leiksins að mínu mati var:
Liðið sem hóf leikinn í dag
Bekkurinn: Januzaj (Mata ’87), Hernandez, Welbeck (van Persie ’73), James, M. Keane, Anderson (Di Maria 70′), Amos