Á þriðjudaginn vaknaði United af dvala og vann Crystal Palace sannfærandi í deildarbikarnum. Á morgun kemur Palace aftur í heimsókn. Palace hvíldi leikmenn eins og United gerði og á morgun mæta Eberechi Eze og Marc Guéhi til leiks. Það mun því bætast aðeins í sókn og vörn hjá Palace en hjá United er meiðslalistinn enn að stækka. Nú er ljóst að Lisandro Martínez verður frá næstu 2-3 mánuði og að auki er Sergio Reguilón meiddur.
Við munum því sjá Sofyan Amrabat í vinstri bakverði á ný. Fastlega má reikna með Rashford og Bruno í liðinu og ætli Casemiro og Mount fái ekki að spreyta sig á miðjunni. Pellistri hefur verið valinn umfram Garnacho hægra megin hingað til. Rasmus Højlund hlýtur að vera fremstur.
Enska úrvalsdeildin
Titilvörnin hefst gegn Palace
Á morgun þriðjudaginn 26. september, klukkan 19:00, hefst titilvörn Manchester United í deildarbikarnum. United tekur á móti lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í þriðju 8. umferð keppninnar. Tímabilið hjá United hefur byrjað heldur brösulega en sigur síðustu helgi á Turf Moor gegn Burnley var mjög svo kærkominn. Liðið er enn í miklum meiðsla vandræðum en það var þó hughreystandi að Raphael Varane og Sofyan Amrabat komu báðir inn á í leiknum gegn Burnley. Þá hefur eitthvað kvissast út að Mason Mount og Harry Maguire gætu verið í leikmannahópnum gegn Palace. Það hefur líklegast runnið kalt vatn milli skins og hörunds hjá stuðningsmönnum United þegar Reguilon virtist haltra af velli gegn Burnley um helgina, sérstaklega þegar flest allir bakverðir United liggja á sjúkrabekknum, það virðist vera þó allt í lagi með spánverjann sem eru mjög góðar fréttir.
Burnley 0:1 Manchester United
Erik ten Hag hristi hraustlega upp í hlutunum í kvöld en hann stillti upp í demantsmiðju með Casemiro, Bruno, McTominay og Hannibal Mejbri fyrir aftan Rashford og Hojlund. Þá kom einnig m0örgum á óvart að Martinez var hvergi að finna en samkvæmt Hollendingnum er hann að glíma við eftirmál vegna meiðsla og vildi stjórinn ekki taka séns á því að spila honum. Það kom því í hlut Johnny Evans að stilla sér upp við hlið Lindelöf í hjarta varnarinnar en hann byrjaði síðast deildarleik fyrir United árið 2015.
Turf Moor bíður okkar!
Eftir uppskerulítið ferðalag til Þýskalands þar sem Rauðu djöflarnir heimsóttu ríkjandi meistara þar á bæ er röðin aftur komin að deildarleik á enskri grund, í þetta sinn gegn Burnley. Síðasti leikur þeirra var viburðarrík viðureign gegn Nottingham Forest sem lauk með 1-1 jafntefli en United spilaði við Bayern í miðri viku. Nú þegar hefur tímabil United verið dæmt dautt og jafnvel einhverjir svartsýnir stuðningsmenn farnir að trúa því að liðið verði mögulega ekki í Meistaradeildarbaráttunni í ár. Liðið situr í 13. sæti deildarinnar og nú þegar orðið 9 stigum á eftir nágrönnum sínum á toppnum. Til að bæta gráu ofan á svart þá er United á botni riðilsins í Meistaradeildinni þar sem FC Kaupmannahöfn og Galatasary gerðu 2-2 jafntefli.
Erfitt verkefni í München á morgun
Eftir slæmt tap á laugardaginn hefðum við getað þegið auðveldan leik í kjölfarið til að reyna að koma liðinu í gang aftur en því er ekki að heilsa. Nú seinni partinn flaug United hópurinn til München og leikur gegn Bayern á Allianz Arena á morgun. Þeir sem fóru voru Onana, Heaton, Vitek og Bayındır.; Lindelöf, Martínez, Requilon, Dalot og Evans; Fernandes, Erisen, Casemiro, Pellistri, McTominay, Gore, Hannibal; Martial, Rashford, Højlund, Garnacho og Forson.
Það sést vel af þessu að hoggin hafa verið stór skörð í hópinn. Listinn yfir leikmenn sem ekki eru leikhæfir er: Wan-Bissaka, Varane, Maguire, Shaw, Malacia, Amrabat, Mainoo, Mount, van de Beek, Antony, Sancho og Diallo. Það er bara þokkalegasta lið, án markvarðar, og sex menn sem væru án efa í sterkasta byrjunarliðinu. Það er óþarfi að kalla það fyrirfram afsakanir þegar við sláum því föstu að þessi meiðslalisti hafi áhrif á þau vandræði sem liðið á í