Á morgun eigast við Manchester Untied og Chelsea á Old Trafford. Þessi tvö lið hafa lengi vel eldað grátt silfur saman en viðureignir liðanna hafa gjarnan reynst mikilvægar í toppbaráttunni.
Sú er þó ekki raunin í dag enda sjaldan ef nokkurn tímann sem þessi lið hafa setið jafn neðarlega á þessum tímapunkti leiktíðarinnar. United situr í 7. sæti deildarinnar eftir 1-0 tap á útivelli gegn Newcastle í síðustu umferð en Chelsea er í því tíunda og mæta galvaskir eftir 3-2 heimasigur á Brighton í leik þar sem þeir spiluðu einum færri allan síðari hálfleikinn.