Swansea í fyrsta leik. Eitthvað er það nú kunnuglegt. 4-1 sigur í fyrra var boðberi fagurra tima hjá David Moyes eða hitt þó heldur. Þannig að í ár verður skyldusigri á Swansea ekki tekið sem neinum spádómi um gengi liðsins. Og skyldusigur er það. Það getur verið að í fyrra hafi verið orðinn fastur vani að gefa aðskiljanlegustu minni spámönnum þeirra fyrsta sigur á Old Trafford í áraraðir en það var ekki boðlegt þá og er ekki boðlegt núna. Louis van Gaal mun án efa koma leikmönnum í skilning um það.
Enska úrvalsdeildin
Leikjadagskrá fyrir næsta tímabil
Leikjadagskráin fyrir komandi tímabil kom út í morgun. Það er ljóst að Louis van Gaal fær umtalsvert þægilegri byrjunarleiki en David Moyes fékk á síðasta tímabili. Í fyrstu fimm leikjum tímabilsins spilum við gegn öllum liðunum sem komu upp úr Championship fyrir þetta tímabil.
Fyrstu fimm líta svona út:
- 16. ágúst – Swansea (H)
- 23. ágúst – Sunderland (Ú)
- 30. ágúst – Burnley (Ú)
- 13. september – QPR (H)
- 20.september – Leicester (Ú)
Eins og frægt er orðið spilar liðið ekki í Evrópukeppni í vetur og því tilvalið að finna sér eitthvað annað hobbý með enska boltanum því að fram að nóvember eru aðeins 9 leikir á dagskrá hjá United (10 með deildarbikarnum).
Southampton 1:1 Manchester United
Sem betur fer er þetta hrikalega tímabili lokið. Síðasti leikurinn endaði í jafntefli 1-1, gegn Southampton. United-liðið endar því í 7.sæti með færri stig en liðið hefur nokkurn tíman fengið í sögu úrvalsdeildarinnar. Ryan Giggs stýrði liðinu í síðasta skipti (í bili) og uppstillingin var eftirfarandi
United
De Gea
Smalling Vidic Rio Evra
Fletcher Kagawa
Januzaj Mata Welbeck
RVP
Bekkur: Amos, Carrick, Cleverley, Lawrence, Young, Valencia, Hernandez
Loksins, loksins…
…loksins er þetta tímabil að taka enda.
United fer á ströndina á morgun, nánar til tekið suður til Southampton og spilar þar sinn síðasta leik undir stjórn Ryan Giggs. Í bili a.m.k. Giggs er búinn að vera að rótera nokkuð og gefa mönnum sénsa til að sýna tilvonandi stjóra hvað í þeim býr. Það verður ekki sagt að allir hafi gripið það tækifæri.
Það er því svolítið erfitt að spá hverjir fá aftur tækifæri, en ég spái þessu svona:
Manchester United 3:1 Hull City
Sögulegur leikur á Old Trafford í kvöld. Fyrirliðinn okkar Nemanja Vidic kvaddi Old Trafford auk þess sem að besti leikmaður í sögu félagsins, Ryan Giggs, leikjahæsti og sigursælasti einstaklingur í sögu Manchester United spilaði líklega sinn síðasta leik á Old Trafford. Giggs kom nokkuð á óvart í liðsvalinu, hvíldi alla helstu leikmenn liðsins og gaf þeim félögum Tom Lawrence og James Wilson tækifæri í byrjunarliðinu. Þetta eru efnilegir leikmenn. Lawrence var á láni hjá Yeowil Town og Wilson hefur verið að rífa í sig unglingadeildirnar með unglingaliðum United. Liðið var svona: