Framundan er slagurinn um Manchester-borg. Á morgun mætast sigurvegarar siðustu tveggja tímabila Úrvalsdeildarinnar á Old Trafford. Það er auðvitað frekar óvenjulegt að svona leikur sé settur á þriðjudag en upphaflega átti hann að fara fram 1. mars en finna þurfti nýja dagsetningu eftir að City komst í úrslitaleik deildarbikarsins. Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta lykilleikur í titilbaráttunni en það er ekkert venjulegt við þetta tímabil fyrir okkur sem halda með Manchester United.
Enska úrvalsdeildin
West Ham 0:2 Manchester Utd
Þessi leikur kom undirrituðum talsvert á óvart. Það leit ekki vel út í byrjun þegar liðin voru kynnt. Michael Carrick og Marouane Fellaini áttu að skiptast á að hjálpa til í v örninni eða eins og einhver sagði þá áttu þeir að mynda falska fimmu. Svo var Alexander Büttner mættur í bakvörðinn þar sem bæði var verið að hvíla Evra og gefa Büttner leikæfingu ef sky skyldi að hann þyrfti að leika gegn Bayern. Það var samt margt spennandi við byrjunarliðið líka. Wayne Rooney var fremstur og Juan Mata í holunni og hafði Shinji Kagawa og Ashley Young til aðstoðar. Síðan var meistarinn Darren Fletcher kominn í byrjunarliðið eftir smá hlé.
Rauðu djöflarnir skreppa til Upton Park
Þá er komið aftur að deildinni eftir frækna frammistöðu í meistaradeildinni. Þó svo að heimaleikur gegn Olympiakos eigi að teljast skyldusigur undir eðlilegum kringumstæðum þá er voða fátt eðlilegt við þetta tímabil. Ég ætla ekki að tala um þennan sigur sem vendipunkt því maður hefur brennt sig á ví nokkrum sinnum á tímabilinu. Ef vinnum West Ham í dag þá skulum við sjá til. Heimamenn hafi verið á góði „rönni“ í deildinni sem af er og unnið 5 leiki í röð og var Sam „einn af ríkustu stjórum heims“ Allardyce valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.
Mánudagur til mæðu
Ef einhver var ekki búinn að hoppa á #MoyesOut vagninn fyrir gærdaginn fer hver að verða síðastur til þess að ná sér í miða enda vagninn að verða pakkfullur eftir að David Moyes sat aðgerðarlaus þegar erkifjendurnir í Liverpool mættu á Old Trafford og rasskelltu Mancheser United. Á Old Trafford.
Það var athyglisvert að hlusta á Gary Neville lýsa leiknum á Sky. Það var ekki liðið korter af leiknum þegar hann fór að tala um að Moyes yrði að gera einhverjar breytingar á leikskipulaginu því að leikur liðsins væri ekki að virka. Hann endurtók þetta aftur og aftur og varð verulega hissa þegar engu var breytt í hálfleik. Undir lok leiksins var kominn algjör uppgjafatónn í Neville og maður sá hann bara fyrir sér hrista hausinn yfir aðgerðarleysi Moyes. Við treystum því að Neville hafi bjallað á Sir Alex eftir leikinn og gefið honum sitt álit á Moyes. Ég legg jafnframt til að næsti stjóri geri allt sem hann geti til þess að fá Gary Neville í þjálfarateymið.
Manchester United 0:3 Liverpool
Síðustu vikur hef ég stöðugt hugsað um þetta.
Og velt fyrir mér hversu glaður ég yrði þegar Moyes stingi sokk upp í mig. Kannske næst þegar ég ætti skýrslu.
Liðið sem átti að reyna að stöðva sókn erkifjendanna að fyrirheitna landinu var svona
De Gea
Rafael Vidic Jones Evra
Mata Fellaini Carrick Januzaj
Rooney
Van Persie
Liverpool byrjaði þó nokkuð betur í leiknum eins og við var að búast af liði sem skorað hefur 29 mörk á fyrsta hálftímanum í leikjum í vetur. Sturridge hefði getað náð betra skoti strax á 4. mínútu þegar hann komst í þokkalegt færi, og sveifla Suarez inn í teiginn skömmu síðar hefði getað endað met víti þar sem Fellaini fór aðeins í hann. Endaði reyndar á að Suarez stappaði á fæti Jones, en það var óvart, Jones með góða tæklingu.