Á morgun fer fram síðasti heimaleikurinn á Old Trafford í bili. Steve Bruce kemur með lærisveina sína í Hull í heimsókn. Það þurfti að færa þennan leik vegna þess að Hull hefur komið öllum að óvörum og sett saman ótrúlega atlögu að FA-bikarnum þar sem liðið er komið í úrslit. Í deildinni hefur það lengst af siglt lygnan sjó um miðbil deildarinnar en hefur verið að sogast neðar og neðar að undanförnu, leikmennirnir eru kannski að láta drauminn um bikarinn trufla sig. Eftir úrslit helgarinnar er þó ljóst að liðið getur ekki fallið og því mun Hull spila í Úrvalsdeildinni að ári.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:1 Sunderland
Þetta átti að vera svo flottur dagur í dag. Sólin skein og reif ég ófrísku kærustuna upp úr rúminu klukkan 11 í bröns niðrí miðbæ Köben. Svo settist maður eldhress upp í sófa með ískaldan Leffe tilbúinn að horfa á United endurtaka leikinn frá síðustu helgi er þeir völtuðu yfir Norwich á Old Trafford. Því miður gekk ekki allt upp eins og maður hafði planað.
Líkt og í Danmörku þá var sólin að skína fyrir leikmennina á Old Trafford í leik númer tvö af fjórum í stjóratíð Ryan Giggs. Fyrir leikinn skrifaði Giggs:
Sunderland kemur í heimsókn
Þá er það leikur tvö af fjórum þar sem snillingurinn Ryan Giggs fær að stjórna United, í bili amk. Í síðasta leik gekk okkar mönnum svona ljómandi vel er þeir gjörsigruðu Norwich á Old Trafford með fjórum mörkum gegn engu í leik þar sem leikmennirnir voru mun sprækari en við höfum séð á þessu tímabili.
Á morgun verður það Sunderland sem kemur í heimsókn. Áður en við hitum okkur upp fyrir þann stórmeistaraleik skulum við byrja á helstu fréttum tengdu United.
Manchester United 4 : 0 Norwich City
Þessum leik var beðið með mikilli eftirvæntingu vægast sagt. Það er líklega enginn Manchester United maður jafn dáður og Ryan Giggs. Maðurinn er goðsögn og er lifandi dæmi um allt það sem Manchester United stendur fyrir. Á blaðamannafundinum í gær talaði hann mikið um að láta liðið leika meira eins og United á að gera. Hann var líka ekki lengi að sækja Paul Scholes í þjálfarateymið og það gladdi alla stuðningsmenn.
United tekur á móti Norwich í fyrsta leik Giggs sem stjóri
Í sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Manchester United byrjaði Ryan Giggs á því að þakka David Moyes fyrir að hafa gefið sér sitt fyrsta tækifæri í þjálfun og og minntist á hvað hann væri stoltur að stýra Manchester United í þeim leikjum sem eftir eru. Hann talaði einnig um það að snúa aftur til United-hugmyndafræðinnar þar sem leikið er af ástríðu og hugrekki og þar sem leikmenn njóta sín á vellinum. Honum er mikið í mun að gefa aðdáendum eitthvað til að brosa yfir í þessum 4 leikjum sem eftir eru. Giggs segir að hjá sér sé sama tilhlökkun og sem leikmaður til næsta leiks og leikmenn hafi staðið sig vel á æfingum og séu einnig spenntir fyrir leiknum á morgun.