Á morgun er ‘leikurinn um Ísland’ eins og það var orðað í samskiptum Tryggva Páls og Kristjáns Atla hér á fimmtudaginn. Upprisa Manchester City hefur sannarlega breytt borgarslagnum í Manchester í alvöru leiki en jafnvel í Englandi er Manchester United – Liverpool enn stærsti leikurinn fyrir stuðningsmenn þessara liða. Hér á Íslandi þarf hins vegar enn meira að breytast til að eitthvað komist með tærnar þar sem þessi leikur hefur hælana. Lang stærstu stuðningsmannahóparnir sjá til þess að vikan á eftir leik er óþolandi fyrir stuðningsmenn þess liðs sem tapar.
Enska úrvalsdeildin
Tryggvi Páll vs Kristján Atli
Eins og allir vita er baráttan um Ísland framundan, Manchester United og Liverpool mætast í stórleik umferðarinnar kl. 13.30 á sunnudaginn. Við Kristján Atli hjá Kop.is höfum verið að henda póstum á milli okkar það sem af er vikunnar og ræddum við ýmislegt í tengslum við þennan leik, liðin tvö og deildina almennt. Þetta er vonandi ágætis upphitun fyrir stórleikinn og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan:
West Brom 0:3 Manchester Utd
Þegar United vann Crystal Palace í síðustu umferð þá kveiknaði von hjá stuðningsmönnum um það væri vendipunktur á tímabilinu. Svo kom leikurinn gegn Olympiakos. En sigurgangan í deildinni hélt áfram í dag.
Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur tímabilsins og maðurinn með flautuna stóð sig ekki jafnvel og hann myndi vilja. Heimamenn komust upp með ansi margt, hóst, Amalfitano, hóst. En fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 34. mínútu þegar Phil Jones skallaði laglega inn aukaspyrnu Robin van Persie. Staðan 0-1 fyrir United og þannig stóðu leikar í hálfleik.
West Brom á útivelli
Þökk sé dapurri spilamennsku í deildarbikarnum þá höfum ekki séð Manchester United leika knattspyrnu síðan í stórleiknum gegn Olympiakos sem er samróma álit ritstjórnar síðunnar versti leikur United á tímabilinu og þá er mikið sagt. Eftir jafn andlausa og lélega spilamennsku þá er það ekki það besta að fá langt frí milli leikja. En ef þetta lið hefði snefil af sjálfstrausti og lágmarks vítaspyrnu hæfileika þá hefði það leikið í úrslitaleiknum gegn City.
Crystal Palace 0:2 Manchester United
Í fyrsta skipti í langan tíma sýndu okkar menn ágæta takta í 2-0 sigri á Crystal Palace í Lundúnum í dag. Það var ljóst fyrir leik að Crystal Palace myndi nálgast leikinn með svipuðum hætti og Fulham gerði í byrjun febrúar, með flest alla sína leikmenn fyrir aftan boltann og beita skyndisóknum. Leikmenn United virtust hafa lært af leiknum gegn Fulham að því leiti að í stað þess sækja í gegnum kantana (sem endaði alltaf fyrir fyrirgjöf, eins og við munum öll) þeir létu boltan ganga betur á miðjunni og leituðu frekar eftir „overlap“ hlaupum. Þrátt fyrir að Palace vörðust vel í fyrri hálfleik og United skapaði sér ekki mörg færi, þá tók þetta úr þeim þrótt sem skilaði sér seinna.