Ég verð að viðurkenna að ég hálfpartinn kvíði fyrir því að horfa á leikinn gegn Crystal Palace á morgun. Ég var nokkuð bjartsýnn síðasta vor þegar Moyes var ráðinn knattspyrnustjóri Man Utd. Vissulega bjóst ég við stærra nafni í stólinn en ráðningin olli mér samt engum áhyggjum því stjórn United virtist, loksins, vera tilbúið að henda alvöru fjármunum í leikmannakaup. Moyes hafði sýnt að hann væri nokkuð klókur á þeim markaði og ef hann fengi úr svipuðum fjármunum að moða eins og keppinautar United, þá væri nú spennandi tímar framundan!
Enska úrvalsdeildin
Arsenal 0:0 Manchester United
Lokatölur 0-0 á Emirates í ansi bragðdaufum leik þar sem það var eins og hvorugt liðið hefði mikinn áhuga á því að vinna. Það kom ekki mikið á óvart í liðsvalinu. Janjuzaj þarf að sætta sig við bekkjarsetu í kjölfar komu Mata til liðsins og Fellaini var mættur á bekkinn eftir langa fjarveru. Byrjunarliðið var svona:
De Gea
Rafael Smalling Vidic Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Mata
United mætir Arsenal á Emirates.
Það er alveg ofboðslega gaman að vera stuðningsmaður United í dag. Liðið spilar hrottalega leiðinlega og óárangursríka knattspyrnu sem myndi varla sæma 4. deildinni hérna á Íslandi. Leiðið hugann að því hversu fáránlegt það er að reyna 82 fyrirgjafir í einum leik. Það er tæplega 1 fyrirgöf á mínútu. Það er ekkert í spilunum sem bendir til þess að United hafi getu né burði til að nálgast þetta 4. sæti. Ekki ef lið með Mata, Rooney, Robin van Persie, Januzaj og passívistu miðjumenn í heimi ætlar bara að dúndra boltanum í teiginn og vona það besta við hvert einasta tækifæri.
Manchester United 2:2 Fulham
Þessi leikur er með þeim sorglegri sem ég hef séð lengi. Spilamennska liðsins var svo gjörsneydd öllu hugmyndaflugi að það var átakanlegt að horfa á það. Sir Alex Ferguson sagði í kveðjuræðu sinni að nú þyrftum við að standa með nýja stjóranum okkar. Þið sem hafið verið duglegust heimsækja bloggið eða hafið nennu í að fylgja okkar á twitter hafa séð það að við höfum ávallt látið David Moyes njóta vafans. Það var vitað að þetta yrði tímabil breytinga og flestir ef ekki allir stuðningsmenn liðsins voru ekki að fara að búast við einhverri titilbaráttu. Hinsvegar hefur gengi liðsins verið fyrir neðan allar svörtustu spár. Þó svo að leikurinn í dag hafi ekk tapast þá kristallast í honum nákvæmlega hvað vandamálið er. Moyes kann ekki á liðið. Það er hægt að tala um heppni og ákvarðanir en glætan að það eigi við um nánast alla leiki tímabilsins. Það hafa ekki komið margir leikir á þessu tímabili sem eiga að vera borðleggjandi en þetta var svoleiðis leikur. Vorum að spila gegn versta liði deildarinnar og ekki vantaði í framlínuna en van Persie, Rooney og Mata byrjuðu allir. Kaupin á Juan Mata gáfu okkur von en þeim var ekki fylgt á eftir með kaupum á manni í stöðurnar þar sem svo sárlega vantar í. Það kom ekki að sök gegn Cardiff enda hefur United bara unnið velsku liðin í deildinni á nýju ári. Svo kom leikurinn gegn Stoke sem verður að teljast ein slakasta frammistaða sem ég hef séð frá Manchester United. Leikurinn í dag var í rauninni bara framhald af þeim leik. Eina taktíkin í dag var að bomba fyrirgjöfum inní teig sem virtust ekkert endilega þurfa að finna samherja og gerðu það ekki nema í 18 af 81 tilvikum og hvorugt markið kom eftir fyrirgjafir. Samkvæmt tölfræðinni ætti United að hafa unnið leikinn sannfærandi en knattspyrnan gefur oft skít í tölfræðina. Það kannast stuðningsfólk United við enda hefur Moyes slegið ófá vafasöm met frá því að hann tók við.
Fulham kemur í heimsókn
Munið þið eftir þeim tíma þegar ykkur hlakkaði til að horfa á United leiki? Munið þið eftir því þegar þið fylltust ekki af tregablendnum ótta fyrir leiki gegn liðum á borð við Stoke, West Brom eða Fulham? Þetta hefur verið okkar veruleiki sem stuðningsfólk Manchester United á þessu tímabili. Síðasti leikur okkar var útileikur gegn Stoke þar sem verður að viðurkennast að hvorugt liðið spilaði vel en Stoke skoraði fleiri mörk. Það að byrja með 3 miðverði inná en enda fyrri hálfleikinn með 1 gæti hafa sitt að segja og skiptingarnar hjá Moyes voru ekki réttar. Hann ætlaði að henda í sókn en hefði kannski átt henda miðjumanni inná. En það er búið og gert.