Ég ætla ekki að nefna niðurlæginguna sem við upplifðum í vikunni. Ég ætla ekki að nefna hluti eins og að byrjunarlið United kostaði £184m á móti £161m hjá City. Ætla ekki að nefna það að United hefur núna tapað tíu leikjum á þessu tímabili og stefnir í lægsta stigafjölda í meira en 22 ár. Ég ætla ekki að nefna það að Fellaini gæti farið í bann fyrir að hrækja á Zabaleta.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:3 Manchester City
Svona voru byrjunarliðin:
De Gea
Rafael Rio Jones Evra
Mata Carrick Cleverley Fellaini Welbeck
Rooney
Bekkur: Lindegaard, Büttner, Fletcher, Kagawa, Young, Valencia, Hernandez
Hart
Zabaleta Kompany Demichelis Clichy
Fernardinho Touré
Navas Silva Nasri
Dzeko
Leikurinn byrjaði eins illa og hægt er að ímynda sér. Leikurinn var ekki mínútu gamall þegar Manchester City var komið yfir. Vörnin hjá United var sofandi, Nasri spólaði sig í gegn, skaut í stöng og frákastið endaði hjá Edin Dzeko sem lagði boltann í autt markið. 0-1 fyrir City. Hræðileg byrjun.
Manchester-slagurinn
Framundan er slagurinn um Manchester-borg. Á morgun mætast sigurvegarar siðustu tveggja tímabila Úrvalsdeildarinnar á Old Trafford. Það er auðvitað frekar óvenjulegt að svona leikur sé settur á þriðjudag en upphaflega átti hann að fara fram 1. mars en finna þurfti nýja dagsetningu eftir að City komst í úrslitaleik deildarbikarsins. Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta lykilleikur í titilbaráttunni en það er ekkert venjulegt við þetta tímabil fyrir okkur sem halda með Manchester United.
West Ham 0:2 Manchester Utd
Þessi leikur kom undirrituðum talsvert á óvart. Það leit ekki vel út í byrjun þegar liðin voru kynnt. Michael Carrick og Marouane Fellaini áttu að skiptast á að hjálpa til í v örninni eða eins og einhver sagði þá áttu þeir að mynda falska fimmu. Svo var Alexander Büttner mættur í bakvörðinn þar sem bæði var verið að hvíla Evra og gefa Büttner leikæfingu ef sky skyldi að hann þyrfti að leika gegn Bayern. Það var samt margt spennandi við byrjunarliðið líka. Wayne Rooney var fremstur og Juan Mata í holunni og hafði Shinji Kagawa og Ashley Young til aðstoðar. Síðan var meistarinn Darren Fletcher kominn í byrjunarliðið eftir smá hlé.
Rauðu djöflarnir skreppa til Upton Park
Þá er komið aftur að deildinni eftir frækna frammistöðu í meistaradeildinni. Þó svo að heimaleikur gegn Olympiakos eigi að teljast skyldusigur undir eðlilegum kringumstæðum þá er voða fátt eðlilegt við þetta tímabil. Ég ætla ekki að tala um þennan sigur sem vendipunkt því maður hefur brennt sig á ví nokkrum sinnum á tímabilinu. Ef vinnum West Ham í dag þá skulum við sjá til. Heimamenn hafi verið á góði „rönni“ í deildinni sem af er og unnið 5 leiki í röð og var Sam „einn af ríkustu stjórum heims“ Allardyce valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.