Á morgun leika Manchester Utd við Chelsea á útivelli. Robin van Persie verður ekki með og ekki heldur Wayne Rooney. Ashley Young er líka meiddur sem veikir liðið líklega ekki neitt og sem fyrr eru Fellainio og Nani frá ásamt Phil Jones og Patrice Evra. Jonny Evans og Rio Ferdinand eru líklega leikfærir.
Ég held að ég hafi aldrei verið jafn svartsýnn fyrir stórleik hjá United í þau rúmu 20 ár sem ég hef stutt liðið. Það er ekki eins og liðið hafi aldrei lent í meiðslakrísum fyrr en liðið hafði alltaf magnaðan baráttuanda sem Alex Ferguson barði í það. Það er helsti munurinn á liðinu núna og undanfarin ár að liðið virðist ekki vilja leggja sig 110% fram fyrir David Moyes eða að þeir eru einfaldlega ekki jafn hræddir við að spila illa fyrir hann og fyrir Ferguson.