Klukkutíma fyrir leik kom í ljós að Wayne Rooney hafði orðið eftir heima í Manchester til að hvíla sig aðeins og ná sér af smá nárameiðslum. Liðið leit því svona út.
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Carrick Cleverley
Young Giggs Kagawa
Hernandez
Varamenn: Lindegaard, Anderson, Welbeck, Fabio, Fletcher, Zaha, Januzaj.
United byrjuð leikinn vel og voru mikið meira með boltann. Spilamennskan var góð og Kagawa og Giggs voru að skipta nokkuð oft um stöður. Þeir sköpuðu þó engin afgerandi færi heldur var það Norwich sem átti fyrsta slíkt eftir kortérs leik. Komust þá upp hægra megin og inn í teig. De Gea varði vel , boltinn fór út í teiginn en Norwich maðurinn þar náði ekki að leggja boltann fyrirsig þannig að ekkert meira varð úr því. Norwich pressaði vel í hvert skipti sem þeir voru með boltann og voru komnir með fjögur horn í leiknum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.