Þökk sé dapurri spilamennsku í deildarbikarnum þá höfum ekki séð Manchester United leika knattspyrnu síðan í stórleiknum gegn Olympiakos sem er samróma álit ritstjórnar síðunnar versti leikur United á tímabilinu og þá er mikið sagt. Eftir jafn andlausa og lélega spilamennsku þá er það ekki það besta að fá langt frí milli leikja. En ef þetta lið hefði snefil af sjálfstrausti og lágmarks vítaspyrnu hæfileika þá hefði það leikið í úrslitaleiknum gegn City.
Enska úrvalsdeildin
Crystal Palace 0:2 Manchester United
Í fyrsta skipti í langan tíma sýndu okkar menn ágæta takta í 2-0 sigri á Crystal Palace í Lundúnum í dag. Það var ljóst fyrir leik að Crystal Palace myndi nálgast leikinn með svipuðum hætti og Fulham gerði í byrjun febrúar, með flest alla sína leikmenn fyrir aftan boltann og beita skyndisóknum. Leikmenn United virtust hafa lært af leiknum gegn Fulham að því leiti að í stað þess sækja í gegnum kantana (sem endaði alltaf fyrir fyrirgjöf, eins og við munum öll) þeir létu boltan ganga betur á miðjunni og leituðu frekar eftir „overlap“ hlaupum. Þrátt fyrir að Palace vörðust vel í fyrri hálfleik og United skapaði sér ekki mörg færi, þá tók þetta úr þeim þrótt sem skilaði sér seinna.
Crystal Palace á morgun
Ég verð að viðurkenna að ég hálfpartinn kvíði fyrir því að horfa á leikinn gegn Crystal Palace á morgun. Ég var nokkuð bjartsýnn síðasta vor þegar Moyes var ráðinn knattspyrnustjóri Man Utd. Vissulega bjóst ég við stærra nafni í stólinn en ráðningin olli mér samt engum áhyggjum því stjórn United virtist, loksins, vera tilbúið að henda alvöru fjármunum í leikmannakaup. Moyes hafði sýnt að hann væri nokkuð klókur á þeim markaði og ef hann fengi úr svipuðum fjármunum að moða eins og keppinautar United, þá væri nú spennandi tímar framundan!
Arsenal 0:0 Manchester United
Lokatölur 0-0 á Emirates í ansi bragðdaufum leik þar sem það var eins og hvorugt liðið hefði mikinn áhuga á því að vinna. Það kom ekki mikið á óvart í liðsvalinu. Janjuzaj þarf að sætta sig við bekkjarsetu í kjölfar komu Mata til liðsins og Fellaini var mættur á bekkinn eftir langa fjarveru. Byrjunarliðið var svona:
De Gea
Rafael Smalling Vidic Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Mata
United mætir Arsenal á Emirates.
Það er alveg ofboðslega gaman að vera stuðningsmaður United í dag. Liðið spilar hrottalega leiðinlega og óárangursríka knattspyrnu sem myndi varla sæma 4. deildinni hérna á Íslandi. Leiðið hugann að því hversu fáránlegt það er að reyna 82 fyrirgjafir í einum leik. Það er tæplega 1 fyrirgöf á mínútu. Það er ekkert í spilunum sem bendir til þess að United hafi getu né burði til að nálgast þetta 4. sæti. Ekki ef lið með Mata, Rooney, Robin van Persie, Januzaj og passívistu miðjumenn í heimi ætlar bara að dúndra boltanum í teiginn og vona það besta við hvert einasta tækifæri.